fbpx

RAFRÆN TÍSKUVIKA Í KAUPMANNAHÖFN

CPHFWTíska

 

Tískuvikan í Kaupmannahöfn var allt allt öðruvísi í ár eins og allt annað á Covid tímum.  Á meðan að borgin er  í “lockdown-i” þurftu hönnuðir & fyrirtæki að fara nýjar leiðir.  Tískuvikan var öll rafræn í ár, sölufundir, tískusýningar, tónlistaratriði ásamt allskonar viðtölum & viðburðum.
Innkaupafólk um allan heim situr því við skrifborð sennilega í jogginggallanum að panta inn fyrir haustið 2021.

Haust 2021 /FW 21
Herraleg snið, jakkaföt, gervipelsar, ljósir tónar & alpahúfur  voru áberandi.  Eins mátti sjá sterka liti eins og  fjólublátt & grænt en Ditte Reffstrup yfirhönnuður & einn eigandi GANNI sagði að grænn væri litur vonar og þess vegna varð hann sérstaklega fyrir valinu hjá þeim í FW 21 línunni.

Baum und Pferdgarten fengu fyrirsætur um allan heim til að sýna fötin sín í myndbandi sem var svo klippt saman. Línan ber nafnið  “The Lockdown show”.  Í myndbandinu eru fyrirsæturnar ýmist heima hjá sér eða á mannlausum götum stórborga eins og París & New York.  Áhugasamir geta séð sýninguna HÉR.

Hér má sjá brot af því sem koma skal:

 

Svona var tískuvikan mín…. við eldhúsborðið heima á rafrænum fundum 😒  Öll næsta vika er svo bókuð á fundum og við gerum okkar besta að vinna allt í gegnum netið en ég ætla ekki að ljúga, ég er ekki að elska þetta & hlakka tvöfalt mikið til að fara á næstu tískuviku.

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea 

ORÐLAUS YFIR ÞEIM

Skrifa Innlegg