Kaupmannahöfn er alltaf í uppáhaldi hjá mér, ég bjó þar þegar ég var að læra en þar fyrir utan er hún bara ein af þessum borgum sem mér líður vel í og finnst alltaf gaman að heimsækja. Ég fer þangað alltaf a.m.k tvisvar á ári á tískuvikuna og væri alveg til í að fara oftar. Eftir allar þessar heimsóknir var eitt sem ég átti alltaf eftir að gera en það var að heimsækja LOUISIANA listasafnið en ég lét verða af því í þessari ferð og mæli heilshugar með dagsferð þangað.
LOUISIANA Safnið er staðsett rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Við tókum lest áleiðis en hjóluðum svo í ca 2 klst, veðrið var dásamlegt og hjólaleiðin ævintýralega falleg, meðfram ströndinni, í gengum skóga og út í sveit.
Safnið er ótrúlega fallegt, með ævintýralegum garði og kaffihúsi við sjóinn. Inni á safninu er verslun sem selur rjómann af danskri hönnum, fatnað, hluti, bækur, plaköt og fl.
REFFEN er svo staður sem mig langaði að sjá en hann er tiltölulega nýr í Kaupmannahöfn en við hjóluðum þangað og fengum okkur að borða. Hjólaleiðin þangað er líka mjög skemmtileg, það er reyndar bara skemmtilegt að hjóla í Köben og ég byrja alltaf á því að leigja mér hjól sérstaklega þegar vel viðrar.
REFFEN er staðsett á Refshaloen á Amager og er svona götu markaður með allskonar mat og drykk. Mjög gaman að fara þangað að borða & hugga sig að hætti dana :) …. mæli með
LoveLove
AndreA
Skrifa Innlegg