fbpx

GÖTUTÍSKAN Á TÍSKUVIKUNNI

AndreACPHFWKAUPMANNAHÖFNTískaTÍSKUVIKA

Tískuvikan í Kaupmannahöfn er ótrúlega skemmtileg vika sem haldin er tvisvar sinnum á ári í janúar og ágúst.  Borgin iðar af lífi og það er allt morandi af  skvísum og stælgæjum sem koma allstaðar að til að vera þarna, vinna  á þessum tíma.  Innkaupafólk, hönnuðir, sölumenn og áhrifavaldar.  Samansafn af fólki úr tískubransanum.

Ég er búin að vera þarna tvisvar á ári meira og minna í mörg ár (ég er hætt að telja).  Tískuvikan var þó öðruvísi hjá mér í ár en vanalega þar sem ég eiginlega  millilenti í Köben á leiðinni til Austurríkis.  Ég hafði því lítinn tíma og pakkaða daga á fundum og hlaupum.  Ég tók dóttur mína með sem er 12 ára  “assistant buyer”  :) Það var gaman að sýna henni hvað við erum að gera í vinnunni og leyfa henni að vera með.  Ég hef tekið hana einu sinni með áður en þá var hún 6 mánaða. Frá 2-11 ára var hún í pössun,  Takk mamma!

Götutískan er sérstaklega skemmtileg á þessum tíma og gefur manni mikinn innblástur.
Ég tók hér saman myndir sem heilla mig og spyr: Hvað spottar þú marga Íslendinga á þessum myndum?

Myndir: skjáskot #Cphfw 

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

HEILÖG FRÍHELGI VERSLUNARMANNA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1