fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR

AndreAJÓLSAMSTARF
*Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA

16 dagar í jól þegar þegar þetta er skrifað….

Ég er eins og flestir lesendur vita “búðarkona” eða verslunareigandi & fatahönnuður,  ég vinn mikið í desember eins og allt verslunarfólk.  Ég elska þennan tíma í búðinni en þar nær maður að hitta svo marga, allir glaðir að finna eitthvað fallegt fyrir fólkið sitt.
Jólin hjá mér hafa verið á verslunargólfinu síðustu 20 ár (fyrir utan ein og það voru eiginlega skrítnustu jólin) …. ætli að þetta sér ekki bara orðinn partur af minni jólahefð.  Ég sleit mig aðeins frá vinnu og settist niður við tölvuna og tók saman jólagjafahugmyndir…

 

 

1.  AndreA taska … Þessi er nógu stór til að koma öllu fyrir og rúmlega það // 33.900

2. LoveLove hálsmen  … Æ ég er svo ótrúlega glöð að vera komin með þessi fallegu orð um hálsinn minn. Orðin eru mér afar kær, ég veit að þetta er eitt fallegasta og þekktasta orð í heimi en hér eru þau í öðru veldi og bara notuð í og fyrir eitthvað/ einhvern sem fær hjartað til að slá tvisvar.  Tvöfaldur skammtur af ást !
Við gerðum tvær stærðir (ég er með báðar stærðirnar á myndinni, aldrei nóg af ást!) en festarnar eru líka í tveimur lengdum ásamt því að hafa tvo stillingarmöguleika.
Menin koma í silfri & gullhúðuðu silfri. // stórt: 9.900 – Lítið: 6.900

3. RO vasi / kertastjaki // Stór 15.900 – Lítill: 7.900
Ég elska þennan vasa, eini vasinn minn sem er alltaf í notkun. Ég er oftar en ekki með kerti í honum en glerið er reyklitað og birtan sem kemur af kertinu fullkomin.  Vasarnir eru dönsk hönnun sem við kolféllum fyrir á sýningu fyrir nokkrum árum. Ro koma bæði með gull og platínum/silfur rönd.

4. AndreA budda // 6.900
Þessi leðurbudda eða lyklaveski er alltaf ofan í minni tösku & geymir bæði klink, kort og lykla en það er lyklahringur ofan í henni. Til í svörtu og rauðu.

5. KIMONO // Long: 18.900 – Maxi 22.900
Kimono er klárlega sú flík sem ég á í ég veit ekki hvað mörgum útgáfum og nota ótrúlega mikið við hin ólíkustu tilefni.  Þessi flík er ómissandi að mínu mati.  Við gerum kimono-a reglulega og fáum takmarkað magn í hverju printi. (við erum alltaf að fá ný munstur þannig að þessi hér á myndunum eru ekki endilega þau sem eru til)

 

6. FANNY // 21.900
Kemur í svörtu & rauðu leðri.  FANNY er eiginlega ómissandi á ferðalagið og bara í lífið fyrir upptekið fólk á ferðinni,  svo er hún bara svo ótrúlega vel heppnuð og flott þó að ég segi sjálf frá. FANNY sló rækilega í gegn og seldist upp á methraða.  Hún er þó væntanleg aftur um miðjan desember og ætti því að ná að gleðja einhverja fyrir jólin.

7. Húfa ..// 3.900

Húfan okkar er til í tveimur litum núna … Svört & grá.  Hún er úr afar mjúkri viskós blöndu þannig að hún er mjúk og passlega hlý þegar við erum að snattast með hana innanbæjar. Snilldar jólagjöf sem ég hef gefið held ég flestu mínu fólki :)


8. DOFTA ilmkerti // 5.500
DOFTA eru sænsk eðalkerti.  Ég á sjálf svo erfitt með að finna mér bæði ilmkerti og ilmvötn sem ég get notað, þau mega ekki vera of þungt eða of sterk.  Ég leitaði í nokkur ár af rétta merkinu til að hafa inni í búð hjá okkur.  Þegar við hittum svo Önnu hjá Dofta þá var ekki aftur snúið.  Við erum að tala um að allir ilmirnir eru góðir… Það er hreinlega bara mjög erfitt að velja einn. Í svörtu línunni, sem er aðeins þyngri og svona meira kvöld þá er “ORIENTAL NIGHTS” mín uppáhalds og í hvítu línunni er það “COOL COTTON” sem er mjög ferskur ilmur.  Umbúðirnar eru líka ótrúlega fallegar og vandaðar, silkiklæddar með slaufu. Það þarf eiginlega ekki að pakka þessu inn.

 

9. T-SHIRT  // 5.900

Stuttermabolur í pakkann handa þeim sem á allt, maður getur alltaf notað stuttermaboli.

10. BIOEFFECT 30 DAY treatment // 24.900
Lúxus meðferð, sú allra besta sem ég hef prófað. BIOEFFECT þekkja eflaust flestir en ég gjörsamlega elska þessar vörur, ég er líka svo alsæl að bjóða núna upp á þær í búðinni.  Ég er búin að nota þessar vörur í mörg ár, hef prófað allt og tek vel á móti ykkur og hjálpa ykkur við að finna eitthvað við ykkar hæfi :) En þó að ég noti BIOEFFECT vörurnar alla virka daga og nætur þá nota ég 30 DAY bara 3-4 sinnum á ári og þess vegna væri þetta drauma lúxus jólagjöf fyrir mig, perfect eftir jólatörnina.
30 DAY er átaksmeðferð sem maður notar í 30 daga, notar þá bara kvölds og morgna, ekkert annað á meðan. Ég segi það og skrifa það eru töfrar í þessum glösum, fínar línur minnka, húðin verður unglegri, stinnari og ferskari.

11. TREFILL //10.900
7 litir… Svartur – dökk blár – dökk grár – ljós grár – ljósbleikur/nude – rauður – camel // 100% ull
Stór  & djúsí trefill sem heldur á manni hita í mesta kuldanum.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

EINFALDUR AÐVENTUKRANS

Skrifa Innlegg