fbpx

ÍTALSKA VOGUE – AUÐ FORSÍÐA, ÓSKRIFAÐ BLAÐ

Tíska
Ítalska Vogue Apríl 2020 – Hvíta blaðið er loksins komið í mínar hendur.
Blaðið hefur vakið heimsathygli fyrir forsíðuna sem er auð eða alveg hvít.
Í fyrsta sinn í sögu Vogue skartar forsíðan ekki fyrirsætu eða fallegri mynd.
Blaðið er víða uppselt,  ég gladdist því mikið yfir síðasta eintakinu sem ég nældi mér í, í Pennanum/Eymundsson í Hafnarfirði.

Ástæðan fyrir þessari hvítu sögulegu forsíðu er auðvitað Covid, ástandið á Ítalíu og í heiminum öllum.
Ritstjóri Ítalska Vogue Emanuele Farneti segir ristjórnina hafa ákveðið að prenta fyrstu hvítu forsíðuna í sögu blaðsins.  Hann segir þau hafa reynt að ímynda sér heiminn eftir faraldurinn og fengið þrettán hönnuði/listamenn til að teikna upp mynd af nýjum veruleika.
Emanuele sagði að þau hefðu ekki getað hugsað sér að tala um eitthvað annað á sama tíma og fólk lætur lífið, læknar og hjúkrunafræðingar hætti lífi sínu daglega og heimurinn er að breytast til frambúðar.
Vogue Ítalía valdi hvítan lit á forsíðuna sem tákn um bjarta framtíð.
Hann segir meðal annars:
Hvítur litur táknar virðingu, von og endurfæðingu.
Heilbrigðisstarfsfólk sem hættir lífi sínu daglega til að bjarga öðrum klæða
st hvítu.
Hvíta forsíðan á að tákna autt blað sem er tilbúið til að skrifa sögu okkar, framtíðina.

 

Þessir þrettán hönnuðir/listamenn sem fengnir voru til að gera eina teikningu hver eru færustu hönnuðir samtímans, eða merki eins og MOSCHINO – GUCCI – DOLCE  & GABBANA – DIOR – PRADA & VERSACE.
Hver hönnuður er með sína túlkun en allar teikningarnar eru fullar af ást, von & sameiningu. “we´re in this together” !

 

Alessandro Michelle yfir hönnuður Gucci er með þessa fallegu setningu <3
“We will have a different understanding of everything around us. And maybe we’ll look more sincerely into each other’s eyes.”

LOVE kjóllinn frá DIOR, þar sem orðið ást eða LOVE er ritað á kjólinn á mörgum tungumálum.

 

LoveLove
Andrea

IG: @andreamagnus

KJÓLAR, KJÓLAR & KJÓLAR

Skrifa Innlegg