fbpx

HÚÐRÚTÍNA KVÖLDS & MORGNA MEÐ BIOEFFECT

BEAUTYBIOEFFECTSAMSTARFSKINCARE

Samstarf/Bioeffect

Húðrútína skiptir öllu…
Ég passa mjög vel upp á húðina mína og hef komið mér upp húðrútínu kvölds og morgna sem ég sleppi aldrei, þá meina ég ALDREI.  Ávinningurinn er ótvíræður svo ég legg mikinn metnað í rútínuna.  Stundum breyti ég aðeins til, nota t.d. serum og krem til skiptis og stundum bæði ef ég þarf á því að halda.  Á sumrin bæti ég inn sólarvörn og á veturna meiri raka.
Það skiptir öllu að hreinsa húðina vel kvölds og morgna (já líka á morgnana) til að fá sem besta virkni út úr vörunum.

Ég ætla að reyna deila minni rútínu hér á einfaldan hátt (þær eru nefnilega stundum pínu flóknar) en set líka inn reels/video HÉR.
Húðrútínan mín hefur aldrei litið betur út en Aldís Pálsdóttir ljósmyndari á heiðurinn af myndunum.

Morgun…
1.  MICELLAR CLEANSING WATER :  Ég byrja á að hreinsa létt yfir húðina en það er algjört lykilatriði að byrja með alveg hreina húð.
2. EYE SERUM eða EYE MASK TREATMENT:
Á venjulegum degi nota ég EYE SERUM,  létt gel sem dregur úr fínum línum og minnkar þrota.
EYE MASK TREATMENT nota ég þegar ég vakna þreytt eða þrútin og er að fara gera eitthvað sérstakt.
Þetta eru magnaðir púðar sem minnka þrota og þreytumerki svo um munar og gefa húðinni á augnsvæðinu stinnara yfirbragð.
þetta er vara sem ég á alltaf til og gríp í þegar ég er undir miklu álagi en þarf að vera upp á mitt besta.  Eye mask er pínu mitt “first aid kit” í snyrtibuddunni.

3. EGF POWER CREAM … Negla frá Bioeffect sem kom á markað fyrir stuttu og hefur nú þegar unnið til verðlauna.
Power cream er einstaklega djúpvirkandi og nærandi andlitskrem, það dregur úr fínum línum, eykur þéttleika og dregur úr litabreytingum.
kremið er þykkt, ríkt og gefur mikinn ljóma.  Það er eins og flestar vörur frá Bioeffect, þú þarft lítið magn.  Ég set það á mig og leyfi húðinni að drekka það í sig í a.m.k. 15 mínútur áður en ég mála mig.


Kvöld …

1MICELLAR CLEANSING WATER: Hreinsa húðina en eins og á morgnana en það lykilatriði til að vörurnar skili okkur sem bestri virkni.
2. ESSENSE,  létt & nærandi andlitsvatn sem ég helli í lófann og dúmpa yfir húðina.  Andlitsvatnið undirbýr húðina fyrir serumið eða rakakremið sem á eftir kemur.
3. Eye serum, endurnærandi og létt gel sem dregur úr hrukkum og fínum línum.  Ég stelst líka til að setja smá af þessu á fínar línur sem eru að byrja myndast í kringum munninn.
4. 30 DAY + POWER CREAM  =  hámarks árangur.
Þessa tvennu set ég á mig þegar ég æta að gera extra vel við mig eða þegar húðinni vantar rakabúst.  Auðvitað er nóg að nota annaðhvort en þessi tvenna er negla.  Ég set serumið fyrst og power kremið svo yfir.

P.S. muna að bera líka niður á hálsinn og restina á handarbökin.

 


xxx

AndreA

IG @andreamagnus

VILLA COPENHAGEN

Skrifa Innlegg