fbpx

HÖNNUNARMARS: DAGUR 1

HÖNNUNHÖNNUNARMARS

GLEÐILEGAN HÖNNUNARMARS 🎉

Mars í maí þetta árið en í gær opnaði HönnunarMars í þrettánda sinn.  Hátíðin teygir sig um allt höfuðborgarsvæðið með yfir 90 sýningum.
Ég mæli innilega með því að fólk taki rúntinn í miðborginni og skoði gróskuna, sköpunina & úrvalið sem blómstrar í íslenskri hönnun.

Svana Lovísa mælir með þessum sýningum HÉR & Elísabet okkar Gunnars er með sinn HönnunarMars HÉR

Hér er fyrsti rúnturinn minn í máli & myndum en ég ætla líka að eyða morgundeginum í að drekka í mig íslenska hönnun í allri sinni dýrð.  Ég verð með TRENDNET story á Instagram, þið getið fylgst með HÉR.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar & nýsköpunarráðherra,  Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands & Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri við opnun hátíðarinnar á Hafnartorgi.

 

ELDBLÓMTEXTIL-RITSYSTRALAG.
Það er mjög skemmtilegt að labba um miðbæinn og skoða það sem hönnunarmars hefur uppá að bjóða.  Allt er vel merkt með fánum og merkingum hátíðarinnar þannig að auðvelt er að finna alla viðburðina.  Dagskráin er líka í heild sinni HÉR.

 

ÚTILYKT 66° NORTH by FICHERSUND.
66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína og skapað ilmheim innblásinn af íslenskri útilykt.
Verslun 66°Norður við Laugaveg 17.

 

FÓLK
Hönnunarmerkið FÓLK kynnir vörulínur og verkefni í þróun auk þess að veita innsýn inn í hönnunarferli og hugmyndafræði merkisins. Hönnuðir FÓLKs eru Jón Helgi Hólmgeirsson, Ólína Rögnudóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Studio Flétta, Theodóra Alfreðsdóttir og Tinna Gunnarsdóttir.  Kolgata, Hafnartorg.

Sjáumst á HönnunarMars
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

 

FYRSTU DAGARNIR Í SKÓBÚÐINNI + NÝTT MERKI

Skrifa Innlegg