fbpx

FYRSTU DAGARNIR Í SKÓBÚÐINNI + NÝTT MERKI

AndreAJODIS BY ANDREA RÖFNSKÓR

Færslan er skrifuð um eigin verslun: AndreA

Fyrstu dagarnir í skóbúðinni eru búnir að líða hratt.  Það er svo margt nýtt fyrir okkur þó að við séum búin að vera í verslunarrekstri í allan þennan tíma þá erum við að gera margt í fyrsta sinn. Við erum að læra inn á skóbransann, lesa salinn, hlusta á viðskiptavinina þannig að við lærum hvað vantar, hvaða stærðir eru vinsælastar, læra á nýtt sölukerfi og ýmislegt fleira.

Margt seldist hratt upp en eitthvað er nú þegar í endurpöntun og kemur fljótt aftur.  Við erum líka að taka inn tvö ný merki, eitt sem fer í sölu í dag svo eigum við von á hinu merkinu í næstu viku.
Allir skórnir eru komnir í vefverslun hjá okkur & meira er á leiðinni 👠
Ýttu HÉR til að skoða úrvalið!

Í dag fer í sölu hjá okkur JoDis by Andrea Röfn við erum svo agalega glaðar að bjóða upp á þessa fallegu íslensku skólínu eftir Andreu nöfnu mína og Trendnetsystur.  Þetta er þriðja línan sem Andrea Röfn gerir fyrir JoDis, þið getið lesið allt um línuna HÉR
Hversu vel gert hjá okkar konu?  Til hamingju Andrea Röfn

 

 

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

Á BLEIKU SKÝI

Skrifa Innlegg