fbpx

GJÖF SEM HITTI MIG Í HJARTASTAÐ

LÍFIÐ

Vinkonugjöf sem hitti mig í hjartastað …
Mig langar að deila þessari jólagjöf með ykkur en þetta er ekki síður falleg afmælisgjöf.  Erna Hrund vinkona mín fékk mig til að fá smá kusk í augun þegar ég opnaði jólapakkann frá henni.  En hún gaf mér myndaalbúm þar sem að hún var búin að prenta út af allskonar myndir af því sem við höfum brallað saman undanfarið.
Það er bara eitthvað annað við að eiga myndirnar hérna á borðinu en ekki bara í símanum.  Við erum orðin alltof löt við að prenta út eða framkalla.  Mér þykir óendanlega vænt um þessa gjöf og ætla mér að bæta fleiri myndum af okkur í minningarbankann.
Albúmið fæst í Epal. 
Leyfi hér að fylgja með nokkrum blaðsíðum úr bókinni <3
TAKK Erna Hrund

xxx
AndreA

IG @andreamagnus

2020

Skrifa Innlegg