fbpx

2020

LÍFIÐ

2020

Þegar þessi mynd var tekin í enda janúar 2020 var ég mjög upptekin að því hvað mér þótti janúar leiðinlegur mánuður og ég gat ekki beðið eftir því að hann væri búinn.  Little did I know…..  Hér sit ég ári síðar og það er ennþá janúar tólfta mánuðinn í röð :)

Aldís Pálsdóttir / JAN 2020

Ég er alltaf mjög peppuð um áramót og var þarna með allskonar plön fyrir 2020, þið vitið auðvitað öll hvernig það fór.  Í ár er fyrsta skipti síðan ég man eftir mér sem ég dreg ekki fram dagbækurnar og geri plön.  Ég veit ekki hvað það er,  mögulega þori ég ekki að plana of mikið eða finnst ég ekki geta það strax, ekki hægt fyrr en eftir bóluefni ?  Eða mögulega eru kröfurnar orðnar öðruvísi?

Árið 2020 finnst mér eins og ég sé búin að vera í sumarbústað með fjölskyldunni í marga mánuði.  Samveran er búin að vera miklu meiri en vanalega, allir miklu meira heima & þar sem ég elska að hafa alla mína í kringum mig get ég ekki kvartað yfir því.


EITT PARTÝ

Síðast þegar ég fór í partý  /FEB 2020 

KJÓLAÁSKORUN
Í fyrstu bylgju byrjaði ég að nota kjóla við hin ýmsu (engin) tækifæri, bara fór í kjól.  Átti betri dag, kaffið varð betra á bragðið og lífið hreinlega skemmtilegra.  Ég áttaði mig á því  að ég klæði mig fyrir mig! Ég þarf ekki endilega að vera á leið í veislu.

MÁTUNARKLEFINN
Mátunarklefinn varð að skrifstofunni minni í smá tíma, búðin lokuð & við afgreiddum alla rafrænt.  Það er pínu gott að vera búin að prófa það því núna veit ég hversu ótrúlega gaman mér þykir að vera í búðinni, hitta fólk & hjálpa þeim að velja dress fyrir tilefnið.  “Shop on line” dæmið er bara ekki það sama.  Heimaskrifstofa er líka ágæt en bara í takmarkaðan tíma,  ég vinn þannig vinnu að ég þarf alltaf að umturna öllu, draga fram spegla og er með svo mikið í eftirdragi að það er ekkert auðvelt að flytja mig á milli staða :)

TVEIR METRAR BEIBÍ !

SUMAR
Svo kom frábært sumar  <3

FERMD í ÞRIÐJU TILRAUN

HAUST
með tilheyrandi takmörkunum & grímuskyldu. Jogginggallinn varð staðalbúnaður.

KONUR ERU KONUM BESTAR VOL 4
Verkefnið var öðruvísi eins og allt annað og við þurftum að hugsa allt upp á nýtt. Verkefnið var aðeins á vefnum að þessu sinni & við sátum fjórar saman í Make up studio Hörpu Kára.

20202020 endalausa árið ?

Mínar konur <3

COCO
Þessi litla, mjúka elska kom inn í lífið okkar og hefur gert alla daga betri.

STELPURNAR Í VINNUNNI
Fólkið sem ég hitti mest fyrir utan fjölskyldu voru stelpurnar í vinnunni.   VÁ hvað maður er heppinn að vinna með svona skemmtilegu fólki. Þær héldu í mér lífinu með hlátri & húmor :)

 

JÓLAKÚLAN / DISKÓKÚLAN /FJÖLSKYLDAN
Okkar eigins þjóðhátíð um verslunarmannahelgina – jólin – gamlárs & allt það.
Í enda dagsins er maður svo ótrúlega heppin með fólkið sitt, landið sitt & lífið <3

 

View this post on Instagram

 

A post shared by AndreA (@andreamagnus)

//www.instagram.com/embed.js

TAKK fyrir 2020 & gleðilegt nýtt ár, megi 2021 vera okkur öllum gott
xxx
Andrea

IG @andreamagnus

JÓLAGLUGGINN

Skrifa Innlegg