fbpx

FERMING

LÍFIÐ

Ísabella fermdist loksins um síðustu helgi, mikill gleðidagur.
Við höfðum lítið kaffi þennan dag bara fyrir ömmur & afa,  veisluna sjálfa eigum við inni en þessi dagur varð eiginlega að bónusdegi, fullur af fallegum minningum.
Aldís ljósmyndari & vinkona mín kom og tók myndir, ég mæli svo innilega með því að taka nóg af myndum ALLTAF, það er ómetanlegt.

Við skreyttum tréð í garðinum og settum hvítan dúk á borðið úti á palli sem setti garðinn í veislubúning á svipstundu (mæli með).

Mynd: Aldís Pálsdóttir

Fermingin er hálfi ári á eftir áætlun & ég var farin að hafa áhyggjur af því að við þyrftum að gera nýjan kjól en hann rétt slapp sem betur fer en hún er búin að stækka um marga sentimetra síðan að við tókum málin af henni og saumuðum kjólinn (ég hef ekki minnkað).

Í gær 02.09 áttum við Óli svo Kristalbrúðkaupsafmæli en við erum búin að vera gift í 15 ár en saman síðan ég man eftir mér <3 og morgun 04.09 á ég afmæli.
Þetta er eiginlega of mikið af því góða á einni viku haha, það er semí álag á manni bara :)

LoveLove
AndreA
IG @andreamagnus

 

 

FAGNAÐAR"FUNDUR"

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    3. September 2020

    Blessað álag haha <3 æi þið eruð svo fallegar - til hamingju Ísabella og til hamingju með Ísabellu ... og skál fyrir ástinni. Ætla svo bara að segja til hamingju með afmælið á morgun.
    Love Love xx