Falleg húð ….
Ég er oft spurð út í hvað ég nota á húðina mína og er búin að senda á margar persónulega þannig ég ákvað að deila því hér.
Ég hugsa mjög vel um húðina, þríf hana vel á hverju kvöldi og set á mig krem/serum kvölds og morgna.
Fyrir nokkrum árum tók ég ákvörðun að “fjárfesta” í húðinni eða hugsa mjög vel um hana, leyfa mér að nota vandaðar vörur & hreinsa húðina á hverjum degi “no days off”.
* BIOEFFECT … DAY SERUM & EYE SERUM // Ég set það á mig fljótlega eftir að ég vakna, ég leyfi því svo að fara vel inní húðina þ.e.a.s mála mig ekki alveg strax.
EYE serum-ið… er kælandi og dregur úr þrota, gjörsamlega ómissandi í mína snyrtibuddu.
DAY serum-ið … Mér finnst best að lýsa því þannig að það setur hálfgerðan fílter eða filmu yfir húðina og gerir hana stinnari, sléttari og ferskari. DAY serum-ið virkar kannski pínu “klístrað” þess vegna er mjög mikilvægt að leyfa því að fara vel inn í húðina áður en þú málar þig, ég læt alltaf líða a.m.k 15-20 mín.
* MAYBELLINE “Eraser concealer” Ég set hann undir augu (á bauga) & ofan á augnlokið (til að augnskugginn haldist betur), eins set ég hann annarstaðar ef ég þarf. (t.d á bólu eða eitthvað annað sem þarf að hylja).
* SENSAI “púður” Ég nota aldrei meik eða litað dagkrem … ég hef einhvernveginn aldrei komist upp á lagið með það. En þetta púður er akkúrat passlegt. Ég nota aldrei púðann sem fylgir heldur set þetta á mig með bursta, þannig finnst mér ég ná fullkomnari áferð en ef ég nota svamp-púðann sem fylgir með þá festist púðrið frekar í línum.
* NYX – LOVE CONTOURS ALL … Þessi palletta er í algjöru uppáhaldi, ég hef bloggað um hana áður HÉR. Það sem er best við hana er að hún er með allt sem ég þarf að nota bæði á augu og andlit þannig að þetta er eina pallettan sem ég þarf að vera með. Ég nota einn lit undir kinnbeinin og annan ofan á (sjá mynd) restina nota ég svo á augun :)
* HOURGLASS “Kinnalitur” Ég enda á því að setja þennan kinnalit sem er vel bleikur bara smá beint framan á kinnbeinin til að fá smá eplakinnar :)
* BIOEFFECT … DAY SERUM & EYE SERUM // Ég set það á mig fljótlega eftir að ég vakna, ég leyfi því svo að fara vel inní húðina þ.e.a.s mála mig ekki alveg strax.
* MAYBELLINE “Eraser concealer” Ég set hann undir augu (á bauga) & ofan á augnlokið (til að augnskugginn haldist betur), eins set ég hann annarstaðar ef ég þarf. (t.d á bólu eða eitthvað annað sem þarf að hylja).
* SENSAI “púður” Ég nota aldrei meik eða litað dagkrem … ég hef einhvernveginn aldrei komist upp á lagið með það. En þetta púður er akkúrat passlegt. Ég nota aldrei púðann sem fylgir heldur set þetta á mig með bursta, þannig finnst mér ég ná fullkomnari áferð en ef ég nota svamp-púðann sem fylgir með þá festist púðrið frekar í línum.
* NYX – LOVE CONTOURS ALL … Þessi palletta er í algjöru uppáhaldi. Það sem er best við hana er að hún er með allt sem ég þarf að nota bæði á augu og andlit þannig að þetta er eina pallettan sem ég þarf að vera með. Ég nota einn lit undir kinnbeinin og annan ofan á (sjá mynd) restina nota ég svo á augun :)
* HOURGLASS “Kinnalitur” Ég enda á því að setja þennan kinnalit sem er vel bleikur bara smá beint framan á kinnbeinin til að fá smá eplakinnar :)
Þetta er það sem ég nota á hverjum degi, húðin verður stinn og ljómandi með BIOEFFECT og ennþá ferskari þegar kinnalitirnir eru komnir á en að þessu sögðu þá er dagsformið misjafnt og húðin alltaf betri þegar maður hugsar vel um sig & sefur vel. Ég eins og eflaust allir sé mjög mikin mun á mér þegar ég er undir miklu álagi eða þreytt. Áhyggjurnar sjást framan í mér þegar þær eru að angra mig. Þannig að jafnvægi og almenn vellíðan skiptir miklu máli og við erum alltaf fallegri þegar við erum glöð :)
LoveLove
AndreA
INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg