fbpx

EÐAL HELGI HJÁ E&G

FERÐALÖGLÍFIÐ

Dásamleg helgi að baki og gott betur en ég eyddi helginni hjá höfðingjunum Elísabetu Gunnars og Gunna í Esbjerg.
Ég þurfti að vinna í Kaupmannahöfn á mánudaginn og lengdi þá ferð með stoppi hjá þeim.
Á þessum tveimur dögum náðum við að gera svo fáranlega mikið, ég kom heim með fullan poka af minningum og sól í hjarta, mér sýnist reyndar sólin hafa komið með alla leið hingað heim.

Ég var að sjálfsögðu dregin út að hlaupa ala EL Gunnars en til að skemma ekki fyrir henni hjólaði ég á eftir henni haha (true story)  mjög skemmtilegur hringur í ótrúlega fallegu umhverfi.

Veðrið var dásamlegt og við notuðum fallega garðinn þeirra óspart.  Garðurinn er ævintýri líkastur, endalaus fuglasöngur og falleg blóm.
Okkur vantaði blóm í vasa og við Alba vorum fljótar að finna þau í garðinum (loooove it).

Hlaupahringurinn – Eurovison partý – handboltaleikur – uppáhalds kaffihúsið – …. Allt þetta sem ég sé reglulega í story hjá þeim hjónum, fannst kannski pínu eins og ég hafi verið þarna áður en samt ekki ….. Ótrúlega margt fallegt að sjá og gaman að upplifa.

Handboltafjölskyldan er greinilega samheldin en húsið fylltist af vinum & börnum, ég var svo heppin að “handbolta” vinir mínir Arnór og Guðrún komu líka, svo gaman að ná að hitta þau <3


Ég var mjög spennt að vakna á Sunnudegi í E&G húsi
Húsfrúin var búin að baka sínar “legendary” lummur sem ég hef hingað til bara séð í story :) Ég er mögulega búin að suða um brunch boð lengi en hver er að telja … Loksins dreif ég mig og þessar pönnukökur sem ég hafði aldrei smakkað eru svo ótrúlega góðar, þær verða klárlega gerðar hér næstu helgi.
Ég bað um uppskrift (eins og allir gera), hún er einföld og hrikalega góð.
Uppskriftina finnið þið hér:  SUNDAYS 


“My new best friend”   Gunnar Manuel …. Þessi bræddi sko hjartað mitt ….

Við skoðuðum RIBE sem er elsti bær Danmerkur, ótrúlega fallegur og góður dagur …


Takk fyrir mig E&G 
LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus

 

SUMARIÐ KOM Í KASSA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    22. May 2019

    Hversu fallegt umhverfi sem okkar kona býr í – var með í anda … eins og alla daga í story haha:)
    & veeeelkomin heim mín kæra <3