fbpx

SUMARIÐ KOM Í KASSA

DRESSSAMSTARFSUMAR
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA.

Það var allt annað en sumarlegt í gær þegar ég var á leið í vinnuna, tilfinningin var meira eins og það væri vel “hressandi” haust.  Ég fór út í ullarpeysu, ullarkápu með ullartrefil en svo kom sumrið í kassa seinnipartinn :)
Við vorum að taka upp vörur í vinnunni, önnur hver flík sem ég tók upp úr kassanum var gul …. Love it

Ég fór heim með tvær gular peysur og gulan kjól, á leiðinni heim hitti ég svo vinkonu mína sem gaf mér gult naglalakk af algjörri tilviljun :)
Mér leið eins og lífið hafi hent í mig beini og ég þurfti að naga það haha! nei nei en ég mátaði samt gulu fötin og setti á mig gula naglalakkið og ég er ekki frá því að það hafi komið smá sumar í sálina með þessu  :)


Kjóllinn er frá danska merkinu Soft Rebles og kom í gulu og svörtu


Hneta vinkona mín kom aftur í heimsókn, ég reyndi að ná mynd af okkur saman en það gekk ekkert sérstaklega vel  :)


Skórnir eru frá Vagabond, keyptir í Kaupfélaginu.


Gula naglalakkið sem ég fékk í gjöf … Ég  var pínu óþolinmóð að leyfa því að þorna áður en að ég fór í kjólinn, læri það víst aldrei en liturinn fallegur.

Þessi peysa kom líka upp úr kössunum, ég prófaði hana yfir kjólinn og við strigaskó, annað lúkk sem virkar jafn vel og hitt <3

LoveLove
Mellow Yellow

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea

MÆÐRADAGURINN

Skrifa Innlegg