fbpx

DRESS: PALLÍETTUR OG PINNAHÆLAR

DRESSSAMSTARF/AndreA

“ABOUT LAST NIGHT” …

Ég átti ásamt 220 öðrum konum frábært kvöld í gær á The Edition þar sem við sátum masterclass hjá Reykjavík makeup school x Lancome.  Heiður Ósk förðunarmeistari og núna rokkstjarna hélt uppi fjöri og fróðleik í háklassa. (ég segi ykkur betur frá því síðar).
Dress kvöldsins var í senn mjög þægilegt, áreynslulaust og frekar svalt.  Smá gleðibanka væb í þessum jakka sem lendir í versluninni minni eftir helgi og er frá danska merkinu Co couture. Buxurnar eru frá sama merki en ég er búin að bíða spennt eftir þeim þar sem þær eru svo fullkomnar við strigaskó og peysu dagsdaglega en ekki síðri við pinnahælana.  Lime grænir skór, já takk!  Þessir heita TRINI og eru einu vinsælustu hælarnir hjá okkur en liturinn er nýr. Toppurinn og eyrnalokkarnir eru frá okkur (AndreA). Toppurinn heitir TEMPO og honum fylgja ermar sem hægt er að taka af en þær fengu einmitt að vera heima þetta kvöld.  Tube toppur er fullkomin flík undir blazer.
Flestar þessar vörur eru væntanlegar hjá okkur og koma inn á AndreA.is á næstunni ;)

   

 

xxx
AndreA
Instagram @andreamagnus

RAMBA OPNAR VERSLUN

Skrifa Innlegg