fbpx

DRESS: ENNÞÁ Í ÚLPU ?

AndreADRESSLÍFIÐLÚKKOUTFIT

Eru ekki allir hressir og með vel blásið hár eftir daginn ?
Ég veit ekki með ykkur en ég er ennþá í úlpu :)
Sumarið virðist vera “busy” einhverstaðar annars staðar en hér á Íslandi og fólk almennt ekki að nenna lengur að vera bara með sól í hjarta….  Skellur en það er ennþá úlpuveður.
Ég átti samtal í dag sem var ekki “Hvert eigum við að fara í sumar”  heldur  “Hvert eigum við að flytja í sumar” ?

En ég ætla að leyfa mér að vera jákvæð og halda í vonina um að sú gula drífi hingað á þessa ágætu eyju fljótlega svona áður en að ég eyði öllum vinum mínum út af Instagram sem búa í sólinni ( þið vitið hver þið eruð haha!).
Góðu fréttirnar eru að ég eins og þið fékk ókeypis hárblástur í dag :)  Toppaðu það!

Ég keypti þessa úlpu  þegar ég var á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í febrúar, hún er frá Baum und Pferdgarten.  Hún er búin að bjarga mér í roki og rigningu síðustu daga.  Hún er þunn,  pínu svona sumar úlpa, hún virkar bæði til að nota aðeins fínna og á hliðarlínunni við strigaskó, ég er sjúklega ánægð með hana.

Baum und Pferdergarten er merki sem ég hef fylgst með í mörg ár, það eina sem er erfitt við það er að bera nafnið fram og við vinkonurnar köllum það “BAUM” í daglegu tali :)
Merkið er mjög vinsælt erlendis og ég var því alsæl þegar að búðin opnaði nýlega hér í mínum heimabæ,  en hún er á Garðatorgi.
Úlpan heitir “DEBBY” og fæst þar í tveimur litum, þessum eins og ég er í og í appelsínugulu.

Elísabet Gunnars  skrifaði meira um verslunina  hér fyrir áhugasama:  BAUM UND PFERDGARTEN Á ÍSLANDI.

Þessar buxur eru nýjar hjá okkur í “AndreA“…. ég er eiginlega ekki búin að fara úr þeim …. elska þannig föt ♡Þessi var tekin í rokinu í dag :)

Úlpa: Baum und Pferdgarten / Baum und Pferdgarten
Buxur: AndreabyAndrea / AndreA
T-shirt: AndreabyAndrea / AndreA
Stafamen: SysterP / AndreA
Sólgleraugu: Gucci / Optical studio
Skór: BilliBi / GS Skór

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

SAN FRANCISCO

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Erna Hrund

  30. May 2018

  Ég hlæ alltaf smá… BAUM!…. BAUM!… :):)

  • AndreA

   31. May 2018

   Smá ?
   hahaha
   Besta atriði ever <3

 2. Harpa

  31. May 2018

  Austur- og norðurland telst sem hluti af Íslandi ?? Hér er sól og 15-20 stig dag eftir dag!