fbpx

SAN FRANCISCO

AndreAFERÐALÖGLÍFIÐTRAVEL

SAN FRANCISCO

Ég eyddi viku í San Francisco í byrjum maí en tilefnið var merkur áfangi í okkar lífi en Óli maðurinn minn útskrifaðist með meistarapróf í arkitektúr í San Francisco.

Við vorum í 6 daga, höfðum bókað hótel alveg “downtown “ nálægt Union square:  Hótel Zeppelin

San Francisco á hjóli…. Ég elska að skoða borgir á hjóli, maður fer hratt yfir og nýtur í botn.  San Francisco er þó ansi brött,  sumar brekkurnar gátum við alls ekki hjólað upp og þurftum að reiða hjólin, en á móti vorum við líka mjög fljót niður hinum megin.

Við hjóluðum um allt,  Mission, Dolores Park, fórum í De Young museum, Golden Gate park, að Golden Gate brúnni og enduðum daginn við Fisherman’s warf.  Mér leið eins og að ég hefði séð megnið af því sem ég var búin að ákveða að sjá á einum degi og það voru 5 dagar eftir.







CHINA TOWN

Við löbbuðum líka mikið um borgina um miðbæinn og china town en í San Francisco er stærsti Chinatown í Ameríku en það er hlið inn og það er eins og að koma í annan heim að koma þangað inn.  Búðir, nudd, kínverskur matur og fólk. Mjög gaman að sjá og skoða og ég mæli klárlega með að kíkja til kína ef þú átt leið um San Franciscio.






NAPA VALLEY

Við leigðum bíl og keyrðum af stað í sveitina í Napa Valley.  Aksturinn tekur um 30-40 mínútur.  Um leið og maður er komin yfir Golden Gate brúnna er lítill fallegur bær sem ég mæli með að fara í, það er auðveldlega hægt að hjóla þangað líka.  Bærinn heitir Sausalito,  þar sátum við og drukkum kaffi með borgina hinum megin við flóann ekki amalegt útsýni það.

Þokan sem umlykur San Francisco flest alla daga hverfur þegar maður er búin að keyra í ca 15 mínútur, hitastigið hækkar töluvert og ég lagði ullarkápunni ;)
Napa er dásamlega fallegur staður með endalausum vínekrum og fallegu landslagi. Við gistum á sveita hóteli sem var gamaldags og rómantískt: Hotel Napa Valley
Í Napa fórum við í vínsmökkun og skoðuðum vínekru og borðuðum góðan mat.  Þennan part af ferðinni hefði ég ekki viljað sleppa og mæli eindregið með.








ÚTSKRIFT

Magnað og merkilegt að fara í svona ameríska útskrift, þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í svona.  Allir kennarar, skólastjóri, prófessorar, prestur og nemendur í “búningum” mismunandi skreyttum eftir því hversu mikið menntaður  hver og einn er og hvaða stöðu hann gegnir.  Þarna var fullur salur af nemendum sem voru að uppskera eftir allt erfiðið undanfarna ára. Þau voru með hettu sem gefur mastersgráðu til kynna ef ég skil þetta rétt og dúskinn hangandi vinstra megin en máttu færa hann yfir á hægri hliðina þegar vígslan var búin.  Salurinn var svo fullur af aðstandendum, stoltum foreldrum, vinum og systkinum. Margir voru með tissjú til að þerra gleðitárin þar á meðal ég, skrítið samt að vera ein og ekki með fjölskylduna okkar með en allavega var þessi athöfn gleðistund og ég gjörsamlega að rifna úr stolti af mínum heittelskaða.  Restin af deginum for í að fagna og gleðjast á allskonar kaffihúsum og veitingastöðum í borginni.





TWIN PEAKS

Þú verður að fara þangað ef þú ert í San Francisco, útsýnið yfir borgina er magnað.  San Francisco er samt pínu eins og Ísland að því leitinu til að þú getur ekki planað allt út af veðrinu, það er ekkert gaman að fara þarna upp í þoku.  Við vorum í startholunum og um leið og það var ekki þoka tókum við uber þangað upp.  Það var vindur á toppnum og gjörsamlega magnað útsýni í allar áttir.


Á degi 5 vorum við búin að átta okkur á hvar við eigum alls ekki að labba en sorglegi parturinn við þessa fallegu borg er hvað það er mikið af heimilislausu fólki út um allt, maður verður verulega var við það í miðbænum, miklu meira en í öðrum borgum sem ég hef heimsótt í USA.  Það kom nokkrum sinnum fyrir að ég varð bara virkilega hrædd því margir voru ekki bara heimilislausir heldur líka virkilega illa farnir af neyslu.  Og á neikvæðu nótunum þá er borgin líka ein sú dýrasta í Ameríku þannig að peningarnir voru fljótir að fjúka sérstaklega í mat og drykk ;)

 

En eins og ég segi alltaf þá elska ég að ferðast um heiminn og sjá ólíka staði en mikið er ég þakklát fyrir Íslandið okkar góða, við höfum svo margt gott hér að þakka fyrir sem er ekki sjálfsagt.
Eftir dásamlega ferð settist ég fegin í sætið mitt og þakkaði fyrir mig og mitt, það sat í mér að sjá allt fólkið sem bjó þarna á götunni, stundum er gott fyrir okkur að minna okkur á hvað við erum heppin hér á klakanum þrátt fyrir veðrið.
Heima er best <3

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

DRESS - SAMFESTINGUR

Skrifa Innlegg