fbpx

DRESS: ÁRAMÓT

AndreADRESSSAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verslun AndreA & Oroblu

Ég var að vinna í svo skemmtilegri myndatöku um daginn fyrir AndreA & Oroblu þar sem við þjófstörtuðum áramóta stemmningunni og það var næstum því jafn gaman og í alvörunni enda með frábæru teymi.  Það vantaði reyndar bæði skaupið og flugeldana enda tekið á venjulegum mánudegi í nóvember, engu að síður koma hér nokkrar hugmyndir af dressum fyrir áramótin.

Í hverju á ég að vera ?
Áramótin eru tími fyrir pallíettur, bling og allt sem glitrar.
Auðveldast og fljótlegast er að setja bara upp glamúrus grímu og þú ert fín :)
Pallíettur og allt sem glitrar virkar alveg sama hvort um er að ræða jakka, kjól, samfesting, bol eða sokkabuxur.
Ég get sjálf ekki ákveðið hvort ég eigi að vera í gullkjólnum sem ég er í hér að neðan eða í einlitum lillabláum kjól sem er kannski ekki mjög áramótalegur en ef ég verð í honum þá set ég upp stóra glitrandi eyrnalokka og auðvitað glamúrus grímu.

MYNDIR: Aldís Pálsdóttir / @Paldis // af:  @Erna Hrund @Helga Björg @Heiður Ósk @Lovísa

 

Gleðilega hátíð & skemmtið ykkur vel 

LoveLove
AndreA

 @andreamagnus
@andreabyandrea

 

NÚ ER ÞAÐ RAUTT

Skrifa Innlegg