fbpx

AndreA 11 ÁRA

AFMÆLIAndreAbyAndreASAMSTARF

AndreA 11 ára ….  Mér finnst eins og ég hafi bloggað um 10 ára afmælið fyrir mánuði síðan,  það er svo magnað hvað tíminn líður hratt meira að segja árið 2020.

24. Október 2009 opnuðum við AndreA á Strandgötu í Hafnarfirði,  við buðum vinum okkar & fjölskyldu í litla opnun í lítilli búð/vinnustofu.  Á hverju einasta ári síðan höfum við haldið uppá afmælið nema náttúrúlega núna á þessu undarlega ári :(
VÁ hvað við söknum þess að hitta alla, skála, fá okkur hraun & appolo lakkrís, spjalla og máta falleg föt.

Myndir úr afmælum síðustu ára…


Hvað gera bændur nú ?   Við erum búnar að hugsa þetta fram og til baka en í stað þess að sleppa þessu alveg þá ætlum við að gera þetta eins rafrænt og hægt er.  Við erum að sjálfsögðu líka með opið í búðinni og tökum á móti öllum með grímu, sprittbrúsa og tveimur metrum en blásum ekki til veislu í þetta sinn en …

20% AFSLÁTTUR föstudag & laugardag.  Á Andrea.is með kóðanum AFMÆLI
GJAFALEIKIR. Veglegir gjafaleikir á Instagram einn HÉR og einn “Allskonar uppáhalds” HÉR hjá mér á föstudag.
GLAÐNINGUR fylgir kaupum fyrir þá sem versla fyrir 10 þúsund krónur eða meira, á meðan byrgðir endast.

Hér eru nokkrar kauphugmyndir af Andrea.is !

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

BLÓM SEM HÆGT ER AÐ SAFNA

Skrifa Innlegg