FÖRÐUN & DRESS HELGARINNAR

FÖRÐUNSAMSTARFSNYRTIVÖRURTÍSKA
*Vörurnar sem eru stjörnumerktar fékk greinahöfundar að gjöf eða í gegnum samstarf


Halló!

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér í félagslífinu eða ég búin að fara út tvær helgar í röð  haha! Þessa helgina fór ég á lokhóf Fjölnis með kærastanum mínum. Það var ótrúlega gaman að gera sig og vera fara einhvert og hitta fólk(!). Mér finnst ég stundum ennþá vera koma mér út úr Covid búbblunni minni. Það var svo langt síðan að ég fór eitthvað og mig langaði svo að vera extra fín. Ég var því mjög heppin að fá að velja mér kjól hjá elsku Andreu hjá AndreA. Það er alltaf svo gott kjólaúrval hjá henni og mæli ég með að kíkja þangað fyrir allar veislurnar sem eru vonandi væntanlegar í haust/vetur. Ég held að margir tengi við það að vera ekki búinir að fara neitt “fínt” í langan tíma eða þannig. Það eru náttúrulega ekki búnar að vera neinar árshátíðir, jólaboð eða þess háttar. Ég var allavega svo spennt að fara loksins eitthvað út og gera mig extra fína. Það verður líka allt bara skemmtilegra í fallegum kjól!

DRESS

Kjólinn sem ég valdi mér heitir Erna Open Back Dress Maxií litnum Champange en hann er til í nokkrum litum. Mig var búið að dreyma um þennan kjól svo lengi. Satt að segja það eina sem var að stoppa mig við að fara og máta hann er bara eitthvað óöryggi hjá mér. Ég var hræddum að passa ekki í hann og allar þessar leiðinlegu hugsanir EN ég hefði nú ekki þurft þess. Í fyrsta lagi þá hannar Andrea svo fallega kjóla sem fara mörgum mismunandi manneskjum vel. Síðan er þjónustan æðisleg og stelpurnar í versluninni láta manni líða svo vel. Það kom mér líka ótrúlega mikið á óvart hvað mér leið vel í þessum kjól, nánast eins og að vera í kósýgalla. Efnið í kjólnum er teygjanlegt og teygja í bakið þannig kjólinn skerst ekki eða lætur manni ekki líða óþægilega. Ég gæti þess vegna verið í honum á hverjum degi.

Það er líka alveg hægt að dressa kjólinn upp og niður. Ég var fyrst í hælum en tók auðvitað strigaskónna með, sem er líka mjög flott við kjólinn. Síðan fékk ég það ráð hjá Erlu sem vinnur í Andreu að það væri líka hægt að nota kjólinn undir peysur, við mismunandi jakka og já endalaust af hugmyndum. Vá ég er svo í skýjunum með þennan kjól og strax spennt að vera í honum aftur!

Síðan í stíl við kjólinn var ég með skjalatöskuna* frá Andreu en það er einnig hægt að nota hana hversdags og fyrir fínni tilefni. Hlakka til að sýna ykkur hana betur á næstunni.

FÖRÐUN

 

Ég tók engar selfies þannig þið getið ekki séð förðunina nákvæmlega en mér datt í huga deila með ykkur nokkrum vörum sem ég notaði. Þetta eru allt vörur sem myndast mjög vel og sem ég mæli sérstaklega með fyrir fínni tilefni.

Farði: Ég blandaði saman Shiseido Synchro Skin Self-Refreshing Foundation* og It Cosmetics CC Full Coverage Cream*. Ég elska að blanda þessum tveimur förðum saman en þeir eru líka ótrúlega fallegir einir og sér. Það þarf alls ekki báða en mæli með þessum förðum.

Hyljari: Clarins Instant Concealer* er hyljarinn sem ég notaði um helgina en þetta er hyljari sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í gegnum tíðina. Formúlan er einstaklega létt en þekur vel og þarf lítið í einu.

Brúnkurkem: Ég setti á mig Bondi Sands Pure*. Þessi brúnkukremslína er alveg laus við öll ilmefni og gefur raka. Mér finnst brúnkan verða svo náttúruleg og falleg.

Kinnalitur og ljómi: Charlotte Tilbury Glowgasm og Beauty Light Wand, þetta combo er best! Vörurnar frá henni er í svo miklu uppáhaldi hjá og ég gæti ekki mælt nógu mikið þessari tvennu. Húðin verður náttúrulega ljómandi og fersk.

Eyeliner: Clarins Water Proof Pencil Eyeliner Long – Lasting Brown* er búin að vera uppáhaldi hjá mér til þess að gera mjúkan eyeliner. Þetta er augnblýantur sem er ótrúlega kremaður, blandast auðveldlega og endist á allan daginn.

Augabrúnir: Til þess að halda augabrúnum mínum á sínum stað og ná fram vel greiddu augabrúna útliti þá notaði ég Brow freeze frá Anastasia Beverly Hills.

Bronzer: Meðal annars til að gera húðina mína sólkyssta þá notaði ég Sensai Bronzing Gel*. Ég blandaði því út í farðann og notaði sem bronzer.

Púður: Ef þið eruð að leita ykkur af púðri sem er fallegt á húðinni og myndast vel, þá mæli ég með Chanel Natural Finish Powder*.

 

Ég gerði “reels” á instagram og sýndi þar frá kjólaferlinu – btw elska þennan nýja fídus á instagram!

TAX FREE: BACK TO WORK

Skrifa Innlegg