fbpx

TAX FREE: BACK TO WORK

SNYRTIVÖRURTAX FREE
*Færslan er ekki kostuð

Halló!

Uppáhalds mánuðurinn minn gengin í garð og byrjar mjög vel. Það er Tax Free í Hagkaup dagana 1.-8.september! Ég ákvað að taka saman vörur sem ég persónulega mæli með eða eru á óskalistanum mínum fyrir haustið. Þegar ég tók saman listann þá var ég með hversdagsleikann í huga.

 

Clarins Milky Boost Cream – Litað dagkrem sem styrkir bæði húðina og gefur fallegan ljóma. Farðinn leiðréttir misfellur, eyðir þreytumerkjum og minnkar fínar línur.

Ég fékk þennan farða í sumar og var mjög spennt að nota hann en hafði greinilega sett hann á svo góðan stað að ég fann hann ekki haha. Ég hinsvegar prófaði hann um daginn og vá ég var svo heilluð! Húðin mín varð ótrúlega falleg og kom mér á óvart hvað farðinn endist vel. Síðan skemmir ekki fyrir hvað er ótrúlega góð lykt af þessum farða, svona ferskjulykt en alls ekker yfirgnæfandi.

Synchro Skin Self-Refreshing Concealer – Hyljari sem sest ekki í fínar línur, smitar ekki út frá sér og hreyfir sig með húðinni.

Þessi hyljari er í miklu uppáhaldi hjá mér, nota hann nánst í hvert einasta skipti sem ég farða mig. Ef ykkur vantar hyljara þá mæli ég með að kíkja á þennan!

 

 

 

Urban Decay 24/7 Lip Pencil in 1993 – Einn af mínum allra uppáhalds varablýöntum. Þetta er hin fullkomni 90’s hlýi brúni litur. Formúlan er ótrúlega kremuð en helst samt ótrúlega vel, eins og nafnið gefur til kynna. Ég móta varirnar oftast með honum og set síðan gloss eða nude varalit yfir. Síðan er nafnið á varablýantnum fæðingarárið mitt sem gerir hann ennþá betri!

GOSH Just Click it Mascara – Æðislegur maskari frá Gosh sem þykkir ótrúlega vel og lengir.

Chanel Les Beiges Bronzer – Mér líður eins og bilaðri plötu að vera alltaf að mæla með þessum bronzer en hann er bara svo ótrúlega góður og hentar mér vel. Þetta er sólarpúður í kremkenndri formúlu sem auðvelt er að blanda og byggja upp. Þetta gefur fallegt og sólkysst útlit.

BIOEFFECT HYDRATING CREAM – Æðislegt rakakrem sem ég hef talað um oft áður. Þetta er olíulaust rakakrem sem inniheldur aðeins 16 innihaldsefni! Kremið gefur djúpan og langvarandi raka. Rakinn helst í húðinni í allt að 12 tíma og eykur rakastig um allt að 35% eftir aðeins tvö skipti! Kremið inniheldur meðal annars íslenskt vatn, EGF úr byggi, hýalúrónsýru og E-vítamín. Hversu vel hljómar þetta? Ég held að ég sé á minni þriðju eða fjórðu kremdollu, þannig það er hægt að segja að ég mæli með!

Lancome Teint Idole Ultra Wear Blush Stick – Kinnalitur sem er á óskalistanum mínum. Þetta er krem kinnalitur sem fyllir upp í fínar línur, er smitfrír og gefur góðan lit sem auðvelt er að blanda. Ég elska krem kinnaliti og hef heyrt góða hluti um þennan.

 

Bondi Sands Pure – Pure línan frá Bondi Sands er búin að vera á óskalistanum mínum eftir að ég sá eina af mínum uppáhalds skandinavísku instagrömmurum mæla með þessu. Brúnkan varð bara svo ótrúlega falleg og náttúruleg hjá henni.

Pure línan hjá Bondi Sands er hrein, einföld og gegnsæ. Í þessari línu eru allar pakkningarnar 100% úr endurvinnanlegum umbúðum. Formúlan inniheldur meðal annars hýalúrónsýru sem gefur raka, C-vítamín til að birta húðina og E-vítamín sem mýkir húðina. Brúnkan er lit- og ilmefnalaus. Allt við þessa línu heillar mig!

It Cosmetics Bye Bye Under Eye – Ef ykkur vantar hyljara sem virkilega hylur þá mæli ég með þessum. Ég kalla þennan hyljara oft hyljara fyrir mömmu baugana því hann hylur gjörsamlega allt! Einnig hægt að nota á bólur eða önnur svæði sem maður vill hylja. Það er samt viss tækni á því hvernig maður notar hann. Þetta er mjög þykkur hyljari þannig það er mikilvægt að hita hann aðeins á milli fingrana áður en hyljarinn er setur undir augun. Einnig á hugtakið “less is more” mjög vel við þennan hyljara.

Maybelline Fit Me – Þetta er farði sem fær alltaf mín meðmæli. Farðinn gefur miðlungs þekju, léttur á húðinni, endist vel og gefur ljóma. Ég hef notað þennan farða “on and off” í mörg ár. Hann verður alltaf í uppáhaldi og fullkomin hversdagsfarði!

Sensai Bronzing Gel – Þessi vara gefur húðinni sólkysst útlit og hægt að nota á marga vegu. Gelið gefur raka, mjúkt og auðvelt að blanda. Það er hægt að nota það eitt og sér, blanda við farða eða nota sem sólarpúður.

John Frienda Hydrate & Recharge – Rakamaski sem gefur djúpa næringu og bindur raka inni hárið. Inniheldur nærandi olíu og styrkjandi keratín. Ég er með mjög fíngert litað hár sem þarf raka en var oft að lenda í því að vörur sem gefa mikinn raka voru of þungar fyrir hárið mitt. Mér finnst Hydrate and Recharge línan gefa raka án þess að þyngja hárið mikið.

 

Vonandi fannst ykkur gaman að sjá óskalista/mín meðmæli! Þið megið endilega senda á mig ykkar meðmæli, alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

BETRI SVEFN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. auður

    6. September 2021

    Hæ hæ,
    skemmtilegt að skoða svona lista.
    Má spyrja hvernig þú berð chanel bronzerinn á þig?

    kv. Auður

    • Guðrún Sørtveit

      7. September 2021

      Hæhæ! Æææ takk fyrir gaman að heyra <3

      Mér finnst best að nota Duo fiber bursta, eins og til dæmis frá Real Techniques :-) Mér finnst blandast best með frekar stórum bursta.