Ítalska Vogue Apríl 2020 – Hvíta blaðið er loksins komið í mínar hendur.
Blaðið hefur vakið heimsathygli fyrir forsíðuna sem er auð eða alveg hvít.
Í fyrsta sinn í sögu Vogue skartar forsíðan ekki fyrirsætu eða fallegri mynd.
Blaðið er víða uppselt, ég gladdist því mikið yfir síðasta eintakinu sem ég nældi mér í, í Pennanum/Eymundsson í Hafnarfirði.
Blaðið hefur vakið heimsathygli fyrir forsíðuna sem er auð eða alveg hvít.
Í fyrsta sinn í sögu Vogue skartar forsíðan ekki fyrirsætu eða fallegri mynd.
Blaðið er víða uppselt, ég gladdist því mikið yfir síðasta eintakinu sem ég nældi mér í, í Pennanum/Eymundsson í Hafnarfirði.
Ástæðan fyrir þessari hvítu sögulegu forsíðu er auðvitað Covid, ástandið á Ítalíu og í heiminum öllum.
Ritstjóri Ítalska Vogue Emanuele Farneti segir ristjórnina hafa ákveðið að prenta fyrstu hvítu forsíðuna í sögu blaðsins. Hann segir þau hafa reynt að ímynda sér heiminn eftir faraldurinn og fengið þrettán hönnuði/listamenn til að teikna upp mynd af nýjum veruleika.
Emanuele sagði að þau hefðu ekki getað hugsað sér að tala um eitthvað annað á sama tíma og fólk lætur lífið, læknar og hjúkrunafræðingar hætti lífi sínu daglega og heimurinn er að breytast til frambúðar.
Vogue Ítalía valdi hvítan lit á forsíðuna sem tákn um bjarta framtíð.
Hann segir meðal annars:
Hvítur litur táknar virðingu, von og endurfæðingu.
Heilbrigðisstarfsfólk sem hættir lífi sínu daglega til að bjarga öðrum klæðast hvítu.
Hvíta forsíðan á að tákna autt blað sem er tilbúið til að skrifa sögu okkar, framtíðina.
Hvítur litur táknar virðingu, von og endurfæðingu.
Heilbrigðisstarfsfólk sem hættir lífi sínu daglega til að bjarga öðrum klæðast hvítu.
Hvíta forsíðan á að tákna autt blað sem er tilbúið til að skrifa sögu okkar, framtíðina.
Hér má sjá innleggið hans í heild:
Þessir þrettán hönnuðir/listamenn sem fengnir voru til að gera eina teikningu hver eru færustu hönnuðir samtímans, eða merki eins og MOSCHINO – GUCCI – DOLCE & GABBANA – DIOR – PRADA & VERSACE.
Hver hönnuður er með sína túlkun en allar teikningarnar eru fullar af ást, von & sameiningu. “we´re in this together” !
Alessandro Michelle yfir hönnuður Gucci er með þessa fallegu setningu <3
“We will have a different understanding of everything around us. And maybe we’ll look more sincerely into each other’s eyes.”
LOVE kjóllinn frá DIOR, þar sem orðið ást eða LOVE er ritað á kjólinn á mörgum tungumálum.
LoveLove
Andrea
IG: @andreamagnus
Skrifa Innlegg