Örlítið jólaskraut

HEIMILIÐ MITT

.. ég er svo sem ekki mikið fyrir að skreyta inni hjá mér en aftur á móti finnst mér æðislegt þegar hús eru skreytt utandyra… Fallegast þykir mér að setja óendanlega mikið af seríu á eitt tré, eins og sést gjarnan í miðbænum. Ég er mjög hrifin af hvítri seríu og finnst fátt jólalegra.

Ég keypti nokkrar greinar í gær og skellti í vasa.. ótrúlega einfalt en minnir mann samt á að jólin eru handan hornsins. Svo kemur í ljós hvor vinni slaginn, meira jólaskraut eða ekki? ..ég vil minna en Davíð meira :)

Efsta mynd

Vasi: Dora Maar
Stórt kerti: Ikea
Jólatré: Söstrene Grene
Salt og piparskálar: Dora Maar
Marmarabakki: Marshalls
Greni: Bónus

Neðsta mynd:

Bakki: VIGT
Kerti: Altariskerti VIGT
Glerkrukka: Undan Yankee Candle kerti


Jólatrésstandur? Aðeins einn kemur til greina

HÖNNUNÍSLENSK HÖNNUN

Já, aðeins einn jólatrésstandur að mínu mati kemur til greina. Ég ýki ekki en ég man ekki til þess að hafa séð flottan stand áður. Enginn standur hefur gripið athygli mína sérstaklega – en í fyrra gerðist það. Mæðgunum (eða vinkonum mínum, ég kýs að kalla þær það) í VIGT tókst að hanna hinn fullkomna jólatrésstand. Hann kom út í fyrra en þá var hann aðeins til í hör en í ár hafa þær aldeilis bætt við flóruna, en nú eru þeir einnig til í velúr. Ég veit hreinlega ekki hvaða litur er í uppáhaldi.. þeir eru allir ótrúlega sjarmerandi.

 

Ég þarf að fara heimsækja þær í VIGT og vera mögulega með Instastory á Trendnet, þá get ég sýnt ykkur þá “live”. Annars mæli ég alltaf með ferð til þeirra.. en verslunin er svo falleg. Þær mæðgur halda í concept VIGT bæði inni í versluninni (auðvitað) sem og fyrir utan hana.. en húsið er málað í fallegum dökkum lit og svo er allt umhverfið um kring ótrúlega hrátt.

Jólatrésstandurinn fæst hér.


Innflutningsgjöf

HEIMILIÐ MITTHÖNNUN

Vinkonur mínar hlusta greinilega á mig.. en ég hafði orð á því við eina þeirra að ég ætlaði að kaupa mér bakka inn á bað frá VIGT. Vaskurinn verður til að mynda vinstra megin uppi á innréttingunni til að það sé pláss fyrir eitthvað fallegt stáss hægra megin. Ég sá alltaf bakkann frá VIGT fyrir mér, skreyttan með fallegu kerti, til dæmis frá VOLUSPA og einhverju fleira.

Ég fékk hringlóttan bakka frá þeim í stærð 2 og þar að auki bættu þær við myndarammaboxi í stærð 22×27. Myndarammaboxið var líka á óskalistanum og ég er alsæl að eiga hvort tveggja. Ég þarf að bæta við annarri færslu þegar ég hef útfært bæði en ég sé fyrir mig að gott safn af polaroid myndum í myndarammaboxinu. Hugmyndin er svo sú að gestir geti opnað boxið og flett í gegnum myndirnar.. sjarmerandi og persónuleg hugmynd hjá þeim hjá VIGT.

screen-shot-2016-11-09-at-4-03-54-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-01-pm-1 screen-shot-2016-11-09-at-4-04-08-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-16-pm screen-shot-2016-11-09-at-4-04-24-pm

Hringlóttur bakki fæst hér
Myndarammibox fæst hér
Heimasíða VIGT
karenlind1

Nýtt hjá VIGT

HÖNNUNHÚSGÖGN

Ein af mínum uppáhalds verslunum var rétt í þessu að deila skemmtilegum fréttum. Þær hjá VIGT eru að fara hefja sölu á borðstofuborðum og verða þau fáanleg í þremur stærðum.

Smá sneak peek mynd – hlakka til að sjá meira!

– Karen Lind –