fbpx

Kertahrúga: Einfalt tip

Ég setti þessa mynd inn á snapchat hjá mér (@karenlind) og fékk nokkur komment á það hve fallegt það væri að hafa stærri kerti á Iittala kertastjökunum. Ég er mjög sammála því, en mér þykir það eiginlega fallegra. Mig langaði einfaldlega að deila einföldu hugmyndinni hér með ykkur.. ef ykkur hefur ekki dottið þetta í hug nú þegar. Ég var að taka þessa tvo stjaka úr “hvíld”, en ég var orðin frekar þreytt á þeim en þeir hafa fengið nýtt líf með stærri týpunni af kertum.

Annars er ég með kerti frá Geysi (Krambúðarilman) og lyktin af því er svo ótrúlega góð.. aftur á móti kveiki ég ekki mikið á litla kertinu frá VOLUSPA (ég er með vitlaust lok á því og veit því ekki nafnið á því).. en mér finnst þessi lykt ekkert sérstök. Annars finnst mér þessi altarisfílingur æðislegur, ein kertahrúga að kvöldi til getur einhvern veginn bætt svo margt.

Annars er ótrúlega margt í gangi hjá mér þessa dagana.. margt nýtt. Ég tók ákvörðun eins og ég sagði ykkur í síðasta pósti, um að vera óttalaus og hluti af því snýr að því að segja já við hinum ýmsu tækifærum sem mér býðst. Ég hef verið heppin í gegnum tíðina, tækifærin hafa hreinlega komið til mín.. en ég hef ekki verið dugleg að taka við þeim. Einhver er ástæðan fyrir því.. en núna er ég að breyta þessu. Hvað gerist þá? Ég fékk hringingu um daginn um ótrúlega skemmtilegt og krefjandi verkefni sem fær mig alveg til að fá hnút í magann.. en engu að síður frábær viðbót á ferilskrána. Ég sagði já, til tilbreytingar. Svo sagði ég líka já við herferð UN Women, en ég tók þátt í henni ásamt fleirum hér á Trendnet.is. Ég ætlaði að hætta við… en út fyrir þægindarammann eru orðin mín þessa stundina. Ég hlakka til að sjá hvert “já-in” leiða mig.


Óttalaus

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Svana

    18. January 2018

    Þú ert snilld ♡♡♡ hlakka svo til að fylgjast með!