fbpx

WOOD WOOD AW14

LANGAR Í

Uppáhalds tíminn minn á árinu í samband við klæðaburð er haustið. Þá byrjar að kólna og maður getur farið að layera flíkur. Mér líður best í stórum jakka, peysu, bol, buxum og chunky skóm helst með húfu eða trefil. Ég var að skoða AW14 hjá danska merkinu Wood Wood og mig langar í næstum allar vörurnar, bæði herra og dömu. Það er ótrúlegt hvað þeim tekst alltaf að hitta beint í mark, falleg efni og mega fínir litir á töffaralegan hátt – mega!

Mig langar sérstaklega í græna fiskihattinn, ljósbláu skyrtuna með dökku röndunum, stráka jakkann með röndunum á ermunum, gulu köflóttu buxurnar, dökkgrænu húfuna og köflóttu peysuna með rúllukraganum. Þá væri ég vel sett í vetur.

Wood Wood fæst hér – en á Íslandi í GK Reykjavík.

//Irena

LARS MOEREELS

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Reykjavík Fashion Journal

  16. August 2014

  Ég fór einmitt á sýninguna þeirra í janúar – fötin eru meirað segja fallegri í eigin persónu ef það er hægt! Vínrauði liturinn er svo klæðilegur en þau hafa greinilega ákveðið að losa sig við skuplurnar sem einkenndu dress skvísanna ;)

  • Sveinsdætur

   18. August 2014

   Já ég veit ekki hvort skuplurnar eru málið fyrir okkur haha!

 2. Halla

  17. August 2014

  Allt mjög fallegt hjá Wood.

  • Sveinsdætur

   20. August 2014

   Það er bara form fyrir myndaalbúm hér á síðunni sem raðar þeim svona fallega upp, annars notum við líka polyvore mikið til að setja saman lúkk.
   xx