fbpx

TORTELLINI MEÐ BEIKONI, SVEPPUM OG FERSKUM ASPAS

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Mér finnst ferskt tortellini svo ljúffengt og eiginlega klikkar aldrei. Ég elska að elda svona „comfort“ mat sem er djúsí og góður. Mér finnst tortellini falla algjörlega undir þann flokk. Hér kemur ein tortellini uppskrift sem inniheldur beikon, sveppi, ferskan aspas og dásamlega góða parmesan-og sítrónusósu. Fljótlegt og gott!

Fyrir 3-4
500 g ferkst tortellini með ricotta og spínati
Nokkrar vel stökkar beikonsneiðar (ofnbakaðar)
4 sveppir (miðstærð)
10 ferskir aspas stilkar
1 stórt rifið hvítlauksrif
Salt og pipar
Smá kjötkraftur
Ólífuolía
1/2 – 1 dl rjómi
1-2 dl rifinn parmesan ostur
½ sítróna
Fersk steinselja
Aðferð
  1. Skerið sveppi og aspas í bita. En brjótið fyrst nokkra cm neðan af aspasnum (þar sem hann er oftast trénaður) og hendið því.
  2. Sjóðið tortellini eftir leiðbeiningum.
  3. Steikið sveppi og aspas upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum við.
  4. Hellið rjóma og safa úr ca. ½ sítrónu út í. Saltið, piprið og setjið smá kjötkraft. Dreifið parmesan osti og beikoni yfir og hrærið vel. Smakkið ykkur endilega til.
  5. Bætið við í lokin tortellini og skreytið með parmesan og ferskri steinselju.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

PIZZA MEÐ AVÓKADÓ OG ALFREDO SÓSU

Skrifa Innlegg