fbpx

PIZZA MEÐ AVÓKADÓ OG ALFREDO SÓSU

AÐALRÉTTIRUppskriftir

Pizza gærkvöldsins var dásamlega góð og súper djúsí! Ég elska pizzur sem eru aðeins öðruvísi og þessi er þannig. Pizza með alfredo sósu, kjúklingi, beikoni, avókadó, steinselju og osti. Mmm! Uppskriftina er að finna í bókinni minni Avocado sem kom út árið 2016 og það er alltof langt síðan að ég gerði þessa. Ætla klárlega að gera hana ofar. Mæli mikið með!

Uppskrift fyrir 2-3

Pizzadeig fyrir 16” tommu pizzu (ég keypti bara tilbúið deig í þetta skiptið)
2 kjúklingabringur, skornar í litla bita
Salt og pipar
Hvítlaukskrydd
4-6 sneiðar beikon
Rifinn mozzarella
Rifinn parmesan ostur
2- 3 avókadó, skorið litlar sneiðar
Fersk steinselja

Alfredo sósa
2 msk smjör
1 hvítlauksrif, rifið
1/2 tsk laukduft
1 msk hveiti
1 1/2 dl rjómi
1 1/2 dl mjólk
1 1/2 dl rifinn parmesan ostur
Salt og pipar

Aðferð

  1. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita. Steikið upp úr olíu og kryddið með hvítlaukskryddi, salti og pipar. Líka gott að setja smá cayenne pipar.
  2. Dreifið beikonsneiðunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið við 200°C í 8-10 mínútur eða þar til þær verða stökkar (ég vil hafa það extra stökkt).
  3. Fletjið pizzadeigið út og bakið í 5-7 mínútur við 200°C.
  4. Smyrjið pizzabotninn með alfredo sósunni og stráið mozzarella osti yfir.
  5. Raðið kjúklingi og beikoni ofan á ostinn og bakið við 200°C í 8 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  6. Dreifið í lokin avókadó, steinselju og meiri parmesan osti.

Alfredo sósa

  1. Bræðið smjör í potti við vægan hita og bætið hvítlauknum saman við. Kryddið með laukkryddi, bætið hveitinu saman við og hrærið.
  2. Hrærið rjómanum og mjólkinni saman við og látið malla þar til blandan hefur aðeins þykknað. Bætið parmesan ostinum saman við í lokin og hrærið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

QUESADILLA MEÐ EDAMAME- OG PINTO BAUNUM

Skrifa Innlegg