fbpx

TACOSKÁLAR Á 15 MÍNÚTUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Einn af mínum uppáhalds hversdagsréttum sem klikkar aldrei! Tekur 15 mínútur að elda og krakkarnir elska þetta. Ég set oftast kínóa eða baunir í réttinn sem mér finnst svo frábært. Djúsí og krönsí grænmetisréttur sem ég mæli með að þið prófið.

Mæli með þremur tacoskálum á mann
10 stökkar tacoskálar
Ólífuolía
1 pkn tilbúið kínóa frá Quinola (mér finnst mexíkóst eða bragðlaust best)
1 krukka salsasósa
Krydd: Laukduft, hvítlauksduft, cumin, salt og pipar
Rifinn cheddar ostur

Toppa með:
Habanero sýrður rjómi (eða venjulegur)
Ostasósa
Smátt skorin gúrka, eftir smekk
Smátt skorinn tómatur, eftir smekk
1-2 avókadó, stappað með salti, pipar og lime safa
Limebátar

Aðferð:

  1. Steikið kínóa uppúr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
  2. Blandið salsasósunni saman við.
  3. Dreifið tacoskálunum á bökunarplötu og fyllið þær með kínóablöndunni og rifnum osti. 
  4. Bakið í ofnið við 190°C í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  5. Toppið með sýrðum rjóma, ostasósu, gúrku, tómötum, avókadó og kreystið lime safa yfir. Mmmm & njótið vel! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

RISOTTO MEÐ TÓMÖTUM & BURRATA OSTI

Skrifa Innlegg