Einfaldur réttur sem þið verðið að prófa! Stökkar spelt og hafra tortilla með dásamlegu krydduðu grænmeti og kjúklingabaunum, bræddum osti og gómsætri sósu sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Trixið til að ná tortillunum svona extra stökkum og ljúfum er að steikja þær upp úr ólífuolíu, dreifa osti yfir og baka inn í ofni.
Ég fékk fallega marmara diskinn og skálina að gjöf frá Reykjavík Design.
Fyrir 2
4 dl blómkál, smátt skorið
2 dl sveppir, smátt skornir
1 portobello sveppur, smátt skorinn (má sleppa eða nota meiri sveppi)
2 dl kjúklingabaunir
1 dl skarlottulaukur, smátt skorinn
2 msk ólífuolía
1 msk harissa krydd
Salt & pipar eftir smekk
2 spelt og hafra tortillur frá Mission
2 dl rifinn mozzarella ostur
5 dl rifinn havarti ostur
Fersk steinselja eða kóríander eftir smekk (má sleppa)
Sósa:
2 dl Heinz majónes
1-2 tsk harissa kryddblanda
2 msk safi úr sítrónu
Salt eftir smekk
Aðferð:
- Blandið blómkáli, sveppum, kjúklingabaunum og skarlottulauk saman við ólífuolíu og krydd. Hrærið öllu vel saman í skál og leyfið að standa á meðan þið græjið tortillurnar.
- Skerið tortillurnar í fjóra þríhyrninga. Steikið þær uppúr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til þær verða stökkar. Passið að þær brenni ekki.
- Raðið tortillunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og dreifið havarti osti og mozzarella osti jafnt yfir.
- Bakið í ofni í um 5-7 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.
- Steikið grænmetisblönduna upp úr ólífuolíu og dreifið yfir nýbakaðar tortillurnar. Berið fram með sósunni og stráið ferskri steinselju eða kóríander yfir.
Sósa
- Hrærið saman majónesi, safa úr sítrónu, harissa kryddblöndu og salti saman í skál. Smakkið ykkur til ef að þið viljið bæta kryddi saman við.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg