Við fjölskyldan vorum í sóttkví síðustu viku þar sem fjölskyldumeðlimur sem við hittum greindist með covid. Við losnuðum loksins úr sóttkví á laugardaginn og vá hvað það var gott! Unnar minn var heppinn og slapp við sóttkví þar sem hann var ekki með okkur í þessum hittingi og var svo hjá pabba sínum í vikunni.
Þetta var daglega útsýnið mitt í síðustu viku. Við ákváðum að vera jákvæð, gera gott úr þessu og njóta sem mest saman í allri heimaverunni. Þótt það hafi nú stundum verið smá erfitt að reyna að vinna heima með eina þriggja ára. Hún stóð sig samt svo vel og mjög dugleg að dunda sér sjálf.
Heimagallinn alla daga í rólegheitum.
Við nutum þess að borða ljúffengan mat og versluðum í matinn með Krónu appinu sem er algjör snilld. Þar er hægt að fá heimsendingu eða sækja í verslun.
Við bökuðum uppáhalds kartöflupizzuna sem klikkar aldrei. Uppskrift hér. Edda fékk að útbúa sína eigin pizzu. Henni finnst fátt skemmtilegra en að hjálpa mér í eldhúsinu. Súrdeigsbrauð, hrærð egg, ofnbakaðir tómatar með kryddjurtum og avókadó. Alltof gott saman!
Mín dásamlega og besta vinkona kom með þessi fallegu blóm til okkar. Algjört yndi.
Mikið leikið og dundað sér .Byrjuðum á smá breytingum heima sem ég hlakka til að sýna ykkur meira frá. Ég elska þessar subway flísar og við ætlum að bæta við flísum.
Takk fyrir að lesa & vonandi eigið þið ljúfa viku ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg