fbpx

PIZZA MEÐ KARTÖFLUM OG TRUFFLU AIOLI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ein af mínum uppáhalds pizzum verður í kvöldmatinn en hún er með kartöflum, klettasalati og trufflusósu. Það er mjög auðvelt að útbúa hana og að auki er hún sérlega góð. Við fjölskyldan útbúum oft pizzu á föstudagskvöldum og þá er hefð fyrir því að börnin fá að gera sína eigin pizzu. Dásamlegt að byrja helgina á svona notalegri stund saman. Innblásturinn fékk ég frá pizzastaðnum á Hverfisgötu 12 en sá staður var í miklu uppáhaldi hjá mér og hans er sárt saknað.

Uppskrift af 12 tommu pizzu
200 g pizzadeig
6-8 kartöflur, meðalstórar
3 msk olívuolía
2 hvítlauksrif
3-4 msk smjör
3 skarlottulaukar
2 hvítlauksrif
Rifinn mozzarella
2 msk steinselja
Klettasalat
Truffle aioli frá Stonewall kitchen
Aðferð
  1. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar. Dreifið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
  2. Hrærið einu pressuðu hvítlaukrifi við olíuna og penslið kartöflurnar með blöndunni. Saltið og piprið kartöflurnar og bakið þær í 20 mínútur við 190°C.
  3. Steikið skartlottulaukinn upp úr örlitlu smjöri. Bætið við einu pressuðu hvítlauksrifi og restinni af smjörinu.
  4. Fletjið deigið út og penslið eða smyrjið það með smjörblöndunni.
  5. Dreifið rifnum mozzarella og raðið kartöflunum ofan á. Dreifið steinseljunni og bakið í 12-15 mínútur við 190°C.
  6. Toppið að lokum pizzuna með klettasalati og trufflu aioli.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BOOZT MEÐ JARÐABERJUM OG BÖNUNUM

Skrifa Innlegg