fbpx

QUESADILLA HRINGUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUppskriftirVEISLUR

Eurovision vikan er byrjuð og því finnst mér tilvalið að deila með ykkur geggjaðri uppskrift sem dásamlegt er að gæða sér á meðan horft er á söngvakeppnina. Ég útbjó uppskriftina í samstarfi við Innnes. Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk. Ég sá hugmyndina á samfélagsmiðlum fyrir nokkru og þetta heppnaðist stórvel hjá mér og gerist varla betra. Fallegt fyrir augað og skemmtilegt og gott að borða. Ég er með þrenns konar osta og ostasósu en það má alveg leika sér með þetta og prófa annan ost eða sleppa einum. Svo er geggjað að bera þetta fram í afmælisboðum eða öðrum veislum. Mæli mikið með! Þið megið svo endilega merkja mig á Instagram ef að þið ætlið að prófa.

Uppskrift gerir 30 quesadilla rúllur
4-5 dl rifinn kjúklingur (ég keypti heilan kjúkling og reif hann niður)
10 sneiðar beikon
1 ½ dl blaðlaukur
2 tómatar
3 pkn hveititortillur frá Mission
1 krukka salsasósa frá Mission
1 krukka ostasósa frá Mission
2 dl Havarti ostur með jalapeno (fæst t.d. í Krónunni)
2-4 dl rifinn mozzarella ostur
2 dl rifinn cheddar ostur
Ferskt kóríander

Avókadó sósa
3 avókadó
1 dl sýrður rjómi
Safi úr 1 lime
½ tsk salt
¼ tsk pipar
¼ tsk laukduft
¼ tsk hvítlauksduft
Chili flögur eftir smekk

Aðferð

 1. Byrjið á því að leggja beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið stökkt.
 2. Skerið blaðlauk, tómata og beikon smátt.
 3. Setjið rifinn kjúkling í skál. Bætið út í blaðlauknum, tómötunum, beikoni, 2 dl rifnum Havarti osti með jalapeno, 1 dl rifnum cheddar osti  og salsa sósunni. Blandið vel saman.
 4. Skerið tortillurnar til helminga og smyrjið með rúmlega 1 tsk af ostasósu. Dreifið rifnum mozzarella osti yfir og rúmlega 1 msk af kjúklingablöndunni á alla helmingana. Rúllið tortillunum upp þannig að þær mynda kramarhús.
 5. Notið hringlótt eldfast mót eða bökunarpappír. Setjið þá sósuskál sem þið ætlið að nota í miðjuna. Raðið tortilla rúllunum upp í hring.
 6. Blandið saman 1 dl cheddar ost og 1 dl mozzarella ost. Dreifið helmingnum af ostinum yfir tortilluhringinn og raðið svo restinni af tortillurúllunum ofan á þannig að það myndist tvær hæðir. Dreifið svo restinni af ostinum yfir.
 7. Takið sósuskálina frá og bakið í ofni við 190°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
 8. Blandið öllum hráefnunum í sósuna saman með töfrasprota eða matvinnsluvél. Hellið í sósuskálina og setjið hana í miðjuna á tortilluhringnum. Dreifið kóríander yfir eftir smekk og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FLJÓTLEG BLEIKJA MEÐ FETAOSTI, HUNANGI OG PISTASÍUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  • Hildur Rut

   28. May 2021

   Ójáá! Þetta er svo gott <3