fbpx

PICNIC TORTILLARÚLLUR

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRSAMSTARFUppskriftirVEISLUR

Ljúffengar tortillarúllur sem eru frábærar fyrir lautarferðina eða sem nesti á ferðalögum sumarsins. Ég útbjó þær í samstarfi við Innnes. Ég notaði uppáhalds tortillurnar mínar frá Mission og fyllti þær með kalkúnaskinku, salami, tómötum, salatblöðum, pestói, Philadelphia rjómaosti og cheddar osti. Þessi blanda gerir tortillurnar stórkostlega góðar og krakkarnir elskuðu þetta líka. Svo er svo skemmtilegt að borða þetta. Ég ætla klárlega að taka þetta í nesti þegar við ferðumst í sumar. Passar líka mjög vel með ísköldu Prosecco. Ber með Milka súkkulaði er síðan fullkominn eftirréttur og tilvalið til að taka með í picnic. Nammi namm! Ég notaði fallegu Picknick vörurnar frá Ramba store sem ég fékk að gjöf – þið getið skoðað hér.

Fyrir einn
1 original tortilla frá Mission (fæst t.d. í Krónunni)
1-2 msk Philadelphia rjómaostur
2 tsk pestó með tómötum og ricotta osti frá Filippo Berio
2-3 msk rifinn cheddar ostur
4 sneiðar þunnskorin kalkunaskinka
3 sneiðar salami
Salatblöð
3 kirsuberjatómatar, smátt skornir

Aðferð

  1. Smyrjið tortilluna með rjómaosti. Dreifið pestóinu þvert í miðjuna á tortillunni.
  2. Stráið cheddar ostinum yfir allt saman.
  3. Dreifið kalkúnaskinkunni, salami, salatblöðum og tómötunum þvert í miðjuna.
  4. Rúllið tortillunni upp og skerið í litla bita. 

Súkkulaðihúðuð ber
Milka mjólkursúkkulaði
Hvítt súkkulaði
Jarðaber

Aðferð

  1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dreifið yfir berin. Kælið þar til súkkulaðið hefur storknað.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGIN: VÍK Í MÝRDAL

Skrifa Innlegg