fbpx

PARMESAN KJÚKLINGUR

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Um daginn gerði ég mína útgáfu af Parmesan kjúklingi eða hinum þekkta rétti „Chicken parmigiana” og vá hvað hann var góður. Þetta er ekta „comfort food“ réttur og inniheldur hann pasta, kjúkling í parmesan raspi, ferskan mozzarella og tómatbasil sósu. Rétturinn er einstaklega vinsæll í USA og ég hef margoft pantað mér hann þar. Mér finnst hann þó miklu betri svona heimalagaður. Ég hef undanfarið keypt ferskan mozzarella í Costco og langar mig að mæla með honum. Virkilega góður! Mæli með að þið skellið í þennan rétt þegar þið eruð í þessu „comfort food“ stuði sem á algjörlega við þessa dagana.

Uppskrift fyrir þrjá
3 kjúklingabringur
Salt og pipar
2-3 msk hveiti
50 g smjör, skorið í teninga
1 stórt egg
2 dl pankó rasp (fæst t.d. í Hagkaup, Krónunni og Nettó)
1 dl ferskur parmesan ostur, rifinn
Salt og pipar

Sósa
Tilbúin tómatssósa með basiliku (ég notaði frá Olifa)
2 msk parmesan
½-1 tsk hungang
1-2 hvítlauksrif
Salt og pipar
Cayenne pipar

Ferskur mozzarella, 2 kúlur
Rigatoni
Fersk steinselja eða basilika

Aðferð

  1. Skerið bringurnar í tvennt svo úr verði tvær sneiðar. 
  2. Hrærið saman rifnum parmesan osti og raspi í skál.
  3. Veltið kjúklingnum uppúr hveiti, salti og pipar. Því næst veltið þeim upp úr eggi og svo að lokum parmesan og panko raspinum.
  4. Dreifið helmingnum af smjörinu í botninn á eldföstu móti. Leggið bringurnar ofan á og að lokum dreifið restinni af smjörinu yfir. Bakið í ofni í 20 mín við 200°C. 
  5. Á meðan kjúklingurinn bakast þá er gott að gera sósuna. Blandið saman tilbúnu sósunni, parmesan osti, hunangi, pressuðu hvítlauksrifi, cayenne pipar, salti og pipar. Endilega smakkið ykkur til.
  6. Skerið mozzarella í sneiðar og dreifið honum yfir kjúklinginn og hellið svo sósunni yfir. Bakið í 10 mínútur í viðbót eða þar til osturinn er bráðnaður og kjúklingurinn er tilbúinn.
  7. Á meðan kjúklingurinn er að bakast í ofninum þá er gott að sjóða rigatoni eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  8. Toppið svo í lokin með ferskri basiliku eða steinselju og berið fram með rigatoni, restinni af sósunni og meiri parmesan osti.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

UPPÁHALDS BROWNIES

Skrifa Innlegg