fbpx

Hildur Rut

UPPÁHALDS BROWNIES

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIRVEISLUR

Þessar dásamlegu „chewy“ brownies gerði ég um helgina í samstarfi við Kötlu og vá hvað þær eru góðar! Núna er sko heldur betur tíminn til að gera vel við sig í allri þessari heimaveru og hafa það huggulegt með köku. Ég tók þær með mér í matarboð um helgina  þar sem þær slógu rækilega í gegn. Þær innihalda kakó frá Kötlu og Þrista lakkríssúkkulaði sem passar sérlega vel saman. Mjög gott að bera fram með ís eða þeyttum rjóma og fullkomnar með kaffinu.

200 g smjör
5 dl sykur
3 msk kakó frá Kötlu
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 msk vanilludropar frá Kötlu
4 egg
3,5 dl hveiti
1 poki þristur

Aðferð

  1. Bræðið smjörið á vægum hita og hrærið sykrinum saman við. Passið að láta ekki bullsjóða.
  2. Hellið smjörblöndunni í skál og hrærið kakói, lyftidufti, salti og vanilldropum saman við. Mér finnst gott að nota hrærivélina.
  3. Hærið eggjunum saman við og að lokum hellið hveitinu út í og blandið vel saman.
  4. Hellið í eldfast form með bökunarpappír. Ég notaði 28×28.
  5. Skerið þrista í bita og dreifið jafnt yfir kökuna.
  6. Bakið í um 30 mínútur við 180°C. Kakan á að vera frekar blaut í miðjunni eða „chewy“.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FERSKT TORTELLINI & BRUSCHETTUR

Skrifa Innlegg