fbpx

OFNBAKAÐ PENNE MEÐ PARMESAN KJÚKLINGI

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ekta „comfort“ matur sem allri fjölskyldunni finnst góður. Klassískur parmesan kjúklingur eða „Chicken parmigiana” er fyrirmynd réttarins en þessi útgáfa er fljótlegri og einfaldari. Rétturinn inniheldur pasta, kjúkling, cherry- og basil pastasósu, rjómaost, parmesan, panko rasp og mozzarella.

Fyrir fjóra
3-4 eldaðar kjúklingabringur, skornar í strimla
300-400 g penne pasta frá De Cecco
1 Philadelphia rjómaostur
1 dós Heinz Cherry Tomato & Basil pasta sósa
Salt og pipar eftir smekk
4 dl rifinn parmesan ostur
1 dl panko rasp
30 g smjör
1-2 kúlur ferskt mozzarella
Fersk basilika

Aðferð

  1. Byrjið á því að sjóða penne pasta eftir leiðbeiningum.
  2. Dreifið rjómaosti á botninn á eldföstu formi.
  3. Sigtið vatnið frá pastanu og blandið Heinz sósunni saman við. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
  4. Dreifið kjúklingnum yfir.
  5. Bræðið smjör og blandið saman við panko rasp og parmesan ost.
  6. Dreifið raspinum yfir kjúklinginn og bakið í ofni í 7 mínútur við 180°C.
  7. Rífið ferskan mozzarella yfir og bakið í aðrar 7 mínútur.
  8. Dreifið basilíku yfir og njótið.

 

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars
TIKTOK: @hildurruti

JARÐARBERJARÓSIR

Skrifa Innlegg