Ekta „comfort“ matur sem allri fjölskyldunni finnst góður. Klassískur parmesan kjúklingur eða „Chicken parmigiana” er fyrirmynd réttarins en þessi útgáfa er fljótlegri og einfaldari. Rétturinn inniheldur pasta, kjúkling, cherry- og basil pastasósu, rjómaost, parmesan, panko rasp og mozzarella.
Fyrir fjóra
3-4 eldaðar kjúklingabringur, skornar í strimla
300-400 g penne pasta frá De Cecco
1 Philadelphia rjómaostur
1 dós Heinz Cherry Tomato & Basil pasta sósa
Salt og pipar eftir smekk
4 dl rifinn parmesan ostur
1 dl panko rasp
30 g smjör
1-2 kúlur ferskt mozzarella
Fersk basilika
Aðferð
- Byrjið á því að sjóða penne pasta eftir leiðbeiningum.
- Dreifið rjómaosti á botninn á eldföstu formi.
- Sigtið vatnið frá pastanu og blandið Heinz sósunni saman við. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
- Dreifið kjúklingnum yfir.
- Bræðið smjör og blandið saman við panko rasp og parmesan ost.
- Dreifið raspinum yfir kjúklinginn og bakið í ofni í 7 mínútur við 180°C.
- Rífið ferskan mozzarella yfir og bakið í aðrar 7 mínútur.
- Dreifið basilíku yfir og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
TIKTOK: @hildurruti
Skrifa Innlegg