fbpx

MORGUNMATURINN MINN: 4 HUGMYNDIR

MORGUNMATUR & BRÖNSUppskriftir

Mér finnst yndislegt að byrja daginn á hollum og góðum morgunmat. Ég byrja alla morgna á því að fá mér vatnsglas. Oft kreisti ég ½ sítrónu út í, svo frískandi, hollt og gott! Því næst fæ ég mér fyrsta kaffibolla dagsins en ég er algjör kaffikona og elska kaffibollann minn á morgnana!

Þegar börnin eru farin í leikskóla og skóla þá sest ég oftast við tölvuna við vinnu og fæ mér morgunmat. fjórum af mínum uppáhalds morgunverðum sem ég fæ mér dagsdaglega. Allir dásamlega góðir! Flestar uppskriftirnar eru hér á trendnet þannig að ég set link á þær.


Grísk jógúrt með heimagerðu granóla, ferskum berjum, hnetu-  eða möndlusmjöri og hampfræjum. Ég elska þetta granóla og það er líka gott eintómt ef maður hefur þörf fyrir smá snarl.

Chia grautur með ferskum berjum, möndlusmjöri og hampfræjum. Afar auðveldur og góður morgunmatur sem gefur mér góða orku! Mér líður alltaf mjög vel eftir chia graut. Mæli með að gera grautinn daginn áður, jafnvel nokkra skammta og geyma inn í ísskáp.

Eggjahræra með avókadó, parmesan osti- og spírum. Krydda með salti, pipar og chili fræjum og svo toppa ég þetta oft með hampfræjum. Egg og avókadó klikkar ekki! Þetta fæ ég mér bæði í morgunmat og hádegismat. Léttur og ljúffengur réttur.

Boost með jarðaberjum, bönunum, chia fræjum, hnetusmjöri, möndlumjólk og döðlum. Hollur og næringarríkur boost sem bragðast svo vel!

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLTAR KRÖNSÍ KJÚKLINGABRINGUR MEÐ CHILI OG SÍTRÓNU

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Arna Petra

    24. September 2020

    Nammi NAMM?

    • Hildur Rut

      30. September 2020

      Svooo gott!❤️ elska góðan morgunmat!