fbpx

MAC AND CHEESE MEÐ FERSKUM ASPAS

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Makkarónur og ostur með ferskum aspas, steinselju og chili flögum. Þetta finnst mér nánast vera hinn fullkomni „comfort food“ réttur. Fljótlegur, góður og djúsí réttur sem börnin elska. Ferskur aspas gerir hann extra ljúffengan og passar sérlega vel með! Ekki skemmir að þetta er afar einfaldur réttur og það eina sem þarf að gera er að sjóða makkarónurnar, útbúa sósuna, blanda öllu saman og baka inn í ofni. Ekkert að skera nema aspasinn. Þessir dagar kalla á svona rétti!

Fyrir 2
200 g makkarónur
20 g smjör
20 g hveiti
2 dl nýmjólk
1 dl rjómi
200 g rifinn cheddar ostur
1 dl rifinn parmesan ostur + ½ dl til að dreifa yfir
2 msk rjómaostur
Cayenne pipar
Salt og pipar
Panko rasp

Toppað með
Ferskum aspas
Steinselju
Chili flögum
Meiri parmesan

Aðferð

  1. Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum.
  2. Bræðið smjör og mjólk í potti við vægan hita. Hellið hveitinu út í og hrærið þar til blandan verður þykk.
  3. Bætið ostinum saman við og hrærið þar til osturinn er bráðnaður. Kryddið eftir smekk.
  4. Hrærið makkarónunum út í ostinn og setjið í eldfast form. Dreifið panko raspi og parmesan osti yfir.
  5. Bakið í 10 mínútur við 200°C eða þar til raspið er orðið gyllt.
  6. Skerið ferskan aspas í bita og steikið upp úr olíu. Kryddið með salt og pipar.
  7. Berið makkarónurnar fram með aspasnum, meiri parmesan, chili flögum og ferskri steinselju. Hver og einn fær sér svo á sinn disk.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

INDVERSKAR MINI PIZZUR

Skrifa Innlegg