fbpx

LJÚFFENG PIZZA MEÐ RISARÆKJUM

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Ég á nánast alltaf risarækjur í frystinum því bæði finnst mér þær rosalega góðar og þær eru svo frábært hráefni í fjölbreytta rétti. Þessi pizza er mjög bragðgóð og fljótleg! Risarækjur, rjómaostur, rifinn ostur, klettasalat, parmesan ostur og steinselja. Einnig er mjög gott að bera hana fram með kokteiltómötum. Ég hef einnig oft notað tortillur í staðinn fyrir pizzadeig ef ég vil gera réttinn ennþá fljótlegri.

Fyrir 2
Risarækjurnar
20 risarækjur, óeldaðar
Ólífuolía
1-2 lítil hvítlauksrif
Chili flögur
Salt og pipar
1 msk fersk steinselja, smátt skorin 

Pizzadeig fyrir rúmlega 12 tommu pizzu
3-4 msk smjör
2 hvítlauksrif
Rifinn mozzarella ostur
Philadelphia rjómaostur með graslauk
Klettasalat
Parmesan ostur
Kokteiltómatar

Aðferð

  1. Veltið risarækjunum upp úr ólífuolíu, hvítlauk, kryddi og ferskri steinselju.
  2. Bræðið smjörið og blandið tveimur pressuðum hvítlauksrifum saman við.
  3. Fletjið út pizzadeigið og penslið með hvítlaukssmjörinu. Dreifið rifnum mozzarella yfir og rjómaosti.
  4. Bakið pizzuna í ofni við 220°C í 10-12 mín eða þar pizzan er tilbúin.
  5. Á meðan pizzan er í ofninum þá steikið þið risarækjurnar upp úr olíu. Steikið þær í 2-3 mínútur eða þar til þær verða fulleldaðar (bleikar).
  6. Þegar pizzan er tilbúin þá dreifið þið risarækjunum yfir, klettasalati, parmesan osti, ferskri steinselju og berið fram með kokteiltómötum.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

FISKIBORGARI Í TEMPURA & KARTÖFLUBÁTAR

Skrifa Innlegg