fbpx

KLASSÍSKT SESARSALAT

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Ég elska gott salat og mér finnst sesarsalat alveg sérstaklega gómsætt. Hér er uppskrift að afar góðu sesarsalati sem ég útbjó í samstarfi við Innnes. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó. Ég fékk svo góð salöt þegar ég fór til New York í maí að ég hugsaði mér að útbúa slíkt þegar ég kæmi heim. Öll hráefnin vinna svo vel saman, krönsí, bragðgott og löðrandi í parmesan osti. Mér finnst toppurinn að bera salatið fram með góðu rósavíni og ekki skemmir að það sé lífrænt ræktað. 

Fyrir fjóra
4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
½ dl Caj P grillolía með hvítlauk
Salt & pipar eftir smekk

Romain salat eftir smekk (má nota annað salat)
1 dl rifinn parmesan ostur (meira til að bera fram með)

Heimatilbúnir brauðteningar
4-5 súrdeigsbrauðsneiðar
Krydd: ½ tsk oregano, ½ tsk hvítlauksduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar, ¼ tsk laukduft
1 tsk fersk steinselja, söxuð
½ dl ólífuolía
2-3 msk parmesan

Sósa (mæli með að gera tvöfaldan skammt)
2 dl Heinz majónes
1 tsk hvítlauksduft (eða ferskt hvítlauksrif)
Krydd: ½ tsk laukduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar
2 msk safi úr sítrónu
1 tsk dijon sinnep
½ tsk Heinz Worcestershire sósa
1 msk vatn
1 dl parmesan ostur

Aðferð

  1. Hreinsið kjúklinginn og blandið saman við Caj p grillolíu, salt og pipar.
  2. Bakið í ofni við 190°C í 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er bakaður í gegn og mjúkur. Einnig er mjög gott að grilla hann.
  3. Á meðan kjúklingurinn bakast þá er gott að græja brauðteningana og sósuna. Byrjið á því að skera brauðsneiðarnar í teninga.
  4. Blandið brauðteningum vandlega saman við ólífuolíu, krydd, steinselju og parmesan osti.
  5. Dreifið teningunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 190° eða þar til brauðið er orðið gyllt og stökkt. Kælið það.
  6. Blandið öllum hráefnunum saman í sósuna.
  7. Skerið salatið í strimla eftir smekk og dreifið í skál. Því næst skerið kjúklinginn í sneiðar og dreifið yfir ásamt brauðteningum, sósunni og parmesan osti. Njótið vel.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

GULRÓTAHUMMUS

Skrifa Innlegg