fbpx

KJÚKLINGUR Í KRÖSTI MEÐ SÆTKARTÖFLUMÚS

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUppskriftir

Þennan dásamlega kjúklingarétt gerði ég í samstarfi við Sigdal og er tilvalinn sem helgarmatur. Það er alveg frábært að nota hrökkbrauð frá Sigdal sem brauðrasp því það gefur réttinum mjög gott bragð. Hrökkbrauðið er með sjávarsalti og kryddjurtum. En Sigdal er líka með glútenlaust hrökkbrauð sem er algjör snilld fyrir þá sem eru með glútenóþol. Það er mjög gott að setja þetta rasp á fisk líka – hef nokkrum sinnum gert það. Sætkartöflumúsin passar svo sérlega vel með þessu. Djúsí og góður réttur sem slær í gegn!

Fyrir 3-4
4 Sigdal hrökkbrauð með jurtum og sjávarsalti
2-3 msk fersk steinselja
1 dl rifinn parmesan ostur
Salt & pipar
1 egg
3 kjúklingabringur
20 g smjör, skorið í litla teninga
1 dl rjómi
1 bóndabrie
 
Toppa með
Rifinn parmesan eftir smekk
Fersk steinselja eftir smekk
 
Sætkartöflumús
1 stór sæt kartafla
1 dl rjómi
20 g smjör
Salt & pipar
Aðferð
  1. Blandið saman hrökkbrauðinu, steinseljunni, parmesan, salti og pipar í matvinnsluvél svo úr verður rasp. Ég nota litla matvinnsluvél sem fylgir töfrasprotanum mínum. Einnig er hægt að setja allt saman í poka og rúlla svo yfir með kökukefli.
  2. Dreifið raspinum á disk og pískið egg í skál.
  3. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar.
  4. Veltið þeim upp úr egginu og síðan raspinum.
  5. Smyrjið eldfast form með smjöri og setjið kjúklingabringurnar ofan í það.
  6. Skerið smjör í litla teninga og dreifið ofan á bringurnar.
  7. Bakið í 25 mínútur við 190°C. Á meðan er gott að útbúa sætkartöflumúsina.
  8. Skerið bóndabrie í sneiðar. Hellið rjóma yfir bringurnar og dreifið ostinum yfir. Bakið áfram í 5-7 mínútur.
  9. Toppið svo með ferskri steinselju og parmesan osti. Berið fram með sætkartöflumúsinni.

Sætkartöflumús

  1. Skrælið hýðið af sætu kartöflunni og skerið í bita
  2. Sjóðið hana í 15-20 mínútur eða þar til hún er orðin mjúk og fullelduð.
  3. Sigtið vatnið frá kartöflunum.
  4. Stappið kartöflurnar vel saman við rjómann, smjörið, salti og pipar.

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BUTTERNUT SQUASH TACO

Skrifa Innlegg