fbpx

GRANÓLA BITAR MEÐ MÖNDLUSMJÖRI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUppskriftir

Lífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsýrópi, kókos- og möndlusmjöri, döðlum og toppaðir með súkkulaði. Mjög bragðgóð uppskrift sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Þetta er mjög einfalt í undirbúningi og gott að eiga til fyrir krakkana eða sem millimál með kaffinu. Ég notaði vörur frá Rapunzel í bitana sem eru allar vandaðar, lífrænt vottaðar og fair trade. Kókos- og möndlusmjörið er í miklu uppáhaldi og setur punktinn yfir i-ið. Mér finnst það svo gott að ég gæti borðað það með skeið. Ég hvet ykkur til að prófa.

2,5 dl grófir hafrar frá Rapunzel
1 dl kókosflögur frá Rapunzel
1 dl möndlur frá Rapunzel
2 msk chia fræ
3 msk hlynsýróp frá Rapunzel
Kókos- og möndlusmjör með döðlum frá Rapunzel, 2/3-3/4 af krukkunni
4 msk kókosolía frá Rapunzel
70% súkkulaði frá Rapunzel

Aðferð

  1. Byrjið á því að rista haframjölið á bökunarplötu þaktri bökunarpappír í 10 mínútur við 190°C eða þar til þær eru orðnar gylltar.
  2. Saxið möndlur og kókosflögur smátt. 
  3. Bræðið kókosolíu og kókos-og möndlusmjörið.
  4. Blandið öllu hráefninu nema súkkulaðinu saman í skál. Endilega smakkið ykkur til og bætið við hráefnum ef að ykkur finnst vanta. Blandan á að vera blaut.
  5. Dreifið blöndunni í lítið eldfast form sem þið þekjið með bökunarpappír og setjið í frystinn í nokkrar klst.
  6. Skerið varlega í bita.
  7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og dreifið yfir bitana. Geymið í frystinum og njótið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

EINFALT LINGUINE MEÐ RISARÆKJUM

Skrifa Innlegg