fbpx

EINFALT LINGUINE MEÐ RISARÆKJUM

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þessi réttur klikkar ekki og verður oft fyrir valinu á mínu heimili þar sem hann er í miklu uppáhaldi. Uppskriftin er afar einföld og inniheldur hvítlauk, chili og parmesan. Þessi blanda passar sérlega vel með risarækjunum. Ég á mjög oft risarækjur í frystinum sem ég get gripið í og nota þær í alls kyns rétti.  Það passar þó líka vel að nota annað pasta eða spaghetti í stað linguine.

Fyrir 2
400-500 g risarækjur
250 g linguine
1 stór chili
2 hvítlauksgeirar
3 skarlottulaukar
2-3 msk ólífuolía
Salt og pipar
Cayenne pipar
Fersk steinselja
Parmesan ostur

Aðferð

  1. Skerið chili og skarlottulauk smátt.
  2. Blandið risarækjum, krömdum hvítlauk, chili, salti, pipar, smá cayenne pipar og olíu í skál.
  3. Sjóðið linguine eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Steikið skarlottulauk á pönnu við vægan hita og bætið svo risarækjunum í chili- og hvítlauksolíunni við. Bætið ólífuolíu við ef ykkur finnst vanta.
  5. Hrærið tilbúnu linguine við rækjurnar. Dreifið svo að lokum rifnum parmesan osti og steinselju yfir.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LAMBAKJÖTS KEBAB Í VEFJUM

Skrifa Innlegg