Kúrbítur fylltur með grænmeti, fetaosti, klettasalati og spicy mayo. Ljúffengur og einfaldur grænmetisréttur. Ég er alltaf að prófa mig áfram að gera grænmetisrétti og reyni að hafa slíkan rétt nokkrum sinnum í viku. Svo er hægt að skipta majónesinu út fyrir vegan majónesi og taka fetaostinn út og þá er hann orðinn vegan.
Uppskrift fyrir 1
1 kúrbítur
Ólífuolía
1-2 dl brokkólí
1-2 dl blómkál
2-4 sveppir
Laukduft
Túrmerik
Cumin
Salt og pipar
Stappaður fetaostur
Klettasalat
Sósa
3 msk majónes
1-2 tsk Sambal oelek
Aðferð
- Skerið kúrbít í tvennt og hreinsið innan úr honum með skeið. Leggið á bökunarplötu og dreifið olíu og smá salti yfir. Bakið í ofni við 200°C í 30 mínútur.
- Á meðan skerið brokkólí, blómkál og sveppi í bita og steikið á pönnu upp úr olíu. Kryddið með laukdufti, túrmeriki, kúmín, salti og pipar.
- Fyllið kúrbítinn með blómkáls-og brokkólíblöndunni og dreifið stöppuðum fetaosti yfir.
- Bakið kúrbítinn í 5-7 mínútur í viðbót. Toppið síðan með sósunni og klettasalati.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg