fbpx

GIRNILEGAR LITLAR PIZZUR : ÞRJÁR ÚTGÁFUR

AÐALRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Í samstarfi við Hatting þá gerði ég þrjár útgáfur af ljúffengum pizzum til að gefa ykkur hugmyndir. Það eru örugglega fleiri en ég sem eru oft með pizzakvöld og þá sérstaklega á föstudagskvöldum. Það eru líka örugglega margir sem þurfa að gera nokkrar útgáfur af pizzunum. Litlu krílin okkar vilja oft fá einfaldar útgáfur af pizzum en við fullorðna fólkið viljum eitthvað öðruvísi. Þá eru þessar litlu mini pizzur algjör snilld! Hver og einn getur gert sína útgáfu og það getur skapað sérstaklega skemmtilega stemmingu.

Þessar pizzur eru allar dásamlega góðar. Mæli með að hver og einn setji sitt topping á pizzurnar. Klettasalat, kokteiltómatar, avókadó, basilika, parmesan og steinseljusósan passar með öllum pizzunum.

Pizza með risarækjum
1 lítill pizzabotn frá Hatting
6-8 risarækjur
1 hvítlauksrif
Chili explosion
Salt & pipar
Ólífuolía
Rjómaostur
Rifinn mozzarella ostur
Klettasalat
Kokteiltómatar
Rifinn parmesan

Aðferð

 1. Hrærið risarækjurnar saman við ólífuolíu, pressað hvítlauksrif, chili explosion, salt og pipar. Steikið risarækjurnar upp úr ólífolíu.
 2. Smyrjið pizzabotninn með rjómaosti og stráið rifnum mozzarella yfir.
 3. Dreifið risarækjunum ofan á og bakið í 6-8 mínútur við 230°C.
 4. Toppið að lokum pizzuna með klettasalati, kokteiltómötum og rifnum parmesan.

Pizza með kjúklingi og avókadó
1 lítill pizzabotn frá Hatting
Maukaðir tómatar úr krukku
Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum (eða annað gott krydd)
Rifinn mozzarella
1 dl rifinn kjúklingur
Rjómaostur
¼-½ avókadó
Klettasalat
Kokteiltómatar

Steinseljusósa
1 dl fersk steinselja
4 msk majónes
3 msk sýrður rjómi
Salt og pipar

Aðferð

 1. Smyrjið maukuðum tómötum yfir pizzabotninn, kryddið og stráið rifnum mozzarella yfir.
 2. Dreifið kjúklingi og rjómaosti ofan á og bakið í 6-8 mínútur við 230°C.
 3. Blandið öllu hráefninu saman með töfrasprota eða með skeið.
 4. Toppið með klettasalati, avókadó, kokteiltómötum og steinseljusósunni.

Grænmetispizza með brokkólí og kúrbít
1 pizzabotn frá Hatting
1 ½ dl brokkólí
1 dl kúrbítur
Ólífuolía
Hvíltauksrif
Salt og pipar
Maukaðir tómatar úr krukku
Ferskur mozzarella
Fersk basilika

Aðferð

 1. Skerið brokkólí og kúrbít smátt. Hrærið því saman við ólífuolíu, hvítlauksrif, salt og pipar og steikið.
 2. Smyrjið pizzabotn með maukuðum tómötum og dreifið brokkólíinu, kútbítnum og ferskum mozzarella yfir.
 3. Bakið í 6-8 mínútur við 230°C og toppið með ferskri basiliku. Það er líka mjög gott að toppa með klettasalati, kokteiltómötum, avókadó og steinseljusósu.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TÓMATSÚPA MEÐ FERSKUM MOZZARELLA OG BASILIKU

Skrifa Innlegg