fbpx

FERSKIR MAÍSKÓLFAR MEÐ RJÓMAOSTABLÖNDU

FORRÉTTIR & LÉTTIR RÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUppskriftir

Ég gerði þessa ljúffengu maískólfa í samstarfi við Innnes og vá hvað þeir eru góðir! Ég var að prófa nýja blöndu til að smyrja maískólfanna með og ég held bara að þetta slái öllu öðru út! Heinz majónes, Philadelphia rjómaostur, cayenne, kóríander og parmesan ostur. Þetta er strax orðið uppáhalds hjá mér. En ég elska þegar ferskur maís kemur í verslanir og þá kaupi ég þá sko heldur betur oft. Sumarlegt, gott og passar sérlega vel með grillmatnum. Ég mæli með að þið prófið og þið megið endilega segja mér hvað ykkur finnst. 

Fyrir 2
2 ferskir maískólfar
1-2 msk smjör
2 msk Heinz majónes
2 msk Philadelpia rjómaostur
Cayenne pipar eftir smekk
Salt
Ferskur parmesan ostur eftir smekk
1 msk ferskur kóríander, smátt saxaður

Aðferð:

  1. Skerið laufblöðin af maískólfunum með því að skera af efsta hlutann af því (þar sem maískólfinn er minnstur um sig) og flettið laufblöðunum af þeim.
  2. Leggið maískólfana í eldfast mót, dreifið smjörinu ofan á þá og bakið í 30 mínútur við 190°C. Ég mæli með að snúa þeim 2 sinnum á meðan þeir eru að bakast.
  3. Hrærið saman majónesi, rjómaosti, cayenne pipar, salti og kóríander.
  4. Smyrjið blöndunni á maískólfanna þegar þeir eru búnir að bakast og dreifið parmesan osti yfir þá. Gott að toppa með ferskum kóríander.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN : COINTREAU SPRITZ

Skrifa Innlegg