fbpx

HELGARKOKTEILLINN : COINTREAU SPRITZ

DRYKKIRUppskriftir

Helgarfrí framundan, útskriftir og vonandi gott veður! Þessi kokteill er sko sannarlega sumarlegur. Frískandi og bragðgóður með appelsínukeim en hann innheldur Cointreau appelsínulíkjör, prosecco, sódavatn, appelsínu og fullt af klökum. Mjög einfaldur og þarf ekkert að hrista, bara að hella í glas og njóta. Ég vona að þið eigið dásamlegt helgarfrí og skál til ykkar allra.

1 kokteill
15 ml Cointreau
1 dl Prosecco
50 ml sódavatn
Appelsínusneið
Nóg af klökum

Aðferð:

  1. Fyllið glas með klökum og hellið Cointreau út í.
  2. Hellið svo freyðivíni og sódavatni saman við.
  3. Skerið sneið af appelsínu og bætið ofan í (mega vera tvær appelsínusneiðar).

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið!

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

LÍFIÐ Í BYRJUN SUMARS

Skrifa Innlegg