fbpx

FALLEGAR PICKNICK VÖRUR & GJAFALEIKUR

HEIMILISAMSTARF

Mér finnast picknick vörurnar frá Ramba store einstaklega fallegar og í samstarfi við verslunina er ég með geggjaðan gjafaleik á Instagram. Ég ætla að gefa einum heppnum veglegan Picknick pakka sem inniheldur nestiskörfu, teppi, könnu, fjögur glös á fæti, fjóra kaffibolla, fjóra diska, fjögur hnífapör, tvær ljúffengar Prosecco rose flöskur og sniðug vínglasamerki. Þið getið tekið þátt hér:

Ég á tvær gerðir af glösum frá þeim og ég tek þau með mér í öll ferðalög. Miklu skemmtilegra að skála í svona fallegum glösum í fríinu. Fallegustu plastglösin að mínu mati og þau eru bæði létt og þægileg. Það sem er svo frábært við þessar akrýlplast vörur er að þær líta út fyrir að vera úr gleri en eru helmingi léttari og brotna mun síður.

Hér koma linkar á Picknick vörurnar:
Picknick City Nestiskarfa
Picknick City Teppi 170×130 cm
Picknick Kanna 1.2 L
Picknick glös á fæti 4 stk
Picknick Kaffibollar 4stk
Picknick Diskar 4 stk
Picknick Hnífapör 12 stk
Identity vínglasamerki

Falleg og þægileg nestiskarfa sem hentar vel undir picknick borðbúnaðinn og nestið ásamt teppi sem er frábært í öll ferðalög. Einfaldlega breiðir úr teppinu hvar sem er hvort sem það er blautt eða þurrt. Snilld í útilegur og lautarferðir.

Svo flottir diskar og hnífapör í stíl.Falleg kanna sem kemur sér vel á pallinum, í útilegunni, á ferðalögum eða bara heima.Kaffið verður ennþá betra í þessum flottu kaffibollum. Þessi dásamlegu glös eru búin að slá í gegn.

Hér er hugmynd að nesti á ferðalögum og lautarferðum sumarsins:
PICNIC TORTILLARÚLLUR

TAKK FYRIR AÐ LESA OG ÉG MÆLI MEÐ AÐ TAKA ÞÁTT Í GJAFALEIKNUM❤️

//HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN: APPELSÍNU FLOAT

Skrifa Innlegg