fbpx

HELGARKOKTEILLINN: APPELSÍNU FLOAT

DRYKKIRUPPSKRIFTIR

Kokteill helgarinnar er sumarlegur kokteill með Cointreau, appelsínugosi og vanilluís. Vá vá vá hvað hann er ljúffengur! Vanilluísnn verður flöffý og freiðandi og er svo góður með appelsínubragðinu. Kokteillinn rennur ljúflega niður – algjört nammi. Mæli með þessum í sólinni í sumar eða nota hann sem einfaldan eftirrétt.

Fyrir einn
5 cl Cointreau
2 dl appelsínugos (t.d. Fanta eða Appelsín)
2-3 kúlur vanilluís

Aðferð

  1. Hellið appelsínugosi og Cointreau í glas og hrærið varlega saman.
  2. Setjið 2-3 kúlur af vanilluís ofan á. Passið að hafa glasið rúmgott því vanilluísinn freyðir.
  3. Drekkið með röri og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

PICNIC TORTILLARÚLLUR

Skrifa Innlegg