fbpx

BYGG SALAT MEÐ EDAMAME BAUNUM

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Dásamlega gott, einfalt og hollt salat sem er gott í hádegismat eða kvöldmat. Salatið inniheldur bygg, salat, edamame baunir, ljúffenga dressingu, avókadó, pistasíur og fleira góðgæti. Það er frábært að taka það með í vinnuna og borða í hádeginu.

Fyrir einn
2 dl eldað bygg
2 dl smátt skorið salat
1 dl frosnar edamame baunir
Krydd: Cayenne pipar, hvítlauksduft, salt og pipar
1-2 msk smátt skorinn vorlaukur
1 dl gúrka, smátt skorin
1/2 dl tómatar, smátt skornir
1/2 avókadó, smátt skorið
1 dl parmesan ostur
Toppa með: Pistasíum og spírum

Dressing:
1 msk safi úr sítrónu
1 msk appelsínusafi (má sleppa og setja 1 msk safa úr sítrónu í staðinn)
2 msk ólífuolía
Krydd: 1/4 tsk salt, 1/4 tsk pipar, 1/4 tsk hvítlauksduft, 1/4 laukduft

Aðferð:

  1. Sjóðið bygg eftir leiðbeiningum á pakkningu (mæli með að gera mikið í einu og nota í fleiri rétti).
  2. Steikið edamame baunirnar upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
  3. Smátt skerið salat, tómata, gúrku, vorlauk og avókadó.
  4. Blandið öllu saman í dressinguna.
  5. Blandið öllum hráefnunum saman og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

EINFALT EGGJASALAT

Skrifa Innlegg